Þetta eru virkilega vondar fréttir. Ekki aðeins fyrir útgerðir, sjómenn og samfélagið allt. Ef lítið er af loðnu við landið hefur það sömuleiðis áhrif á aðrar fisktegundir við viðgang þeirra. Svo mikilvægur er sjávarútvegurinn okkur og það mun hafa verulega neikvæð áhrif ef ekki verður veidd loðna í vetur.
Það er rétt sem fram kemur hjá Gunnþóri Ingvasyni framkvæmdastjóra SVN að það þarf að fara yfir stöðuna m.a. með tilliti til þess hvernig leit að loðnu er háttað. Það þarf einnig að huga að því hvernig veiðum er stýrt og þá með það í huga hvort það sé stór áhrifavaldur á stærð loðnustofnsins og jafnvel stærri en við teljum.
Hvað sem því líður þá eru þetta ekki góðar fréttir.
Myndin af Berki NK er af heimasíðu SVN