Sjálfstæðisflokkurinn dæmir sig úr leik

Kristján Þór Júlíusson, talsmaður sjálfstæðisflokksins í fjármálum ríkisins, hefur kvatt til þess að fjárlagafrumvarp næsta árs verði rústað, eins og hann orðaði það. Þetta er auðvitað háleitt markmið hjá Kristjáni Þór og félagögum nú þegar slétt tvö ár eru liðin frá hruninu mikla haustið 2008. Þetta eru stórkarlalegar yfirlýsingar hjá Kristjání og í hans anda eins og bent hefur verið á í virtum fjölmiðlum. Sjálfur hefði ég kosið að þeir myndi láta líða meira en tvö ár á milli þess sem þeir rústuðu efnahagslífi landsins en þeir hafa sjálfsagt einhvern menntað í þessu sem öðru sem ég hef ekki.
Fyrir nokkrum dögum fór forystusveit sjálfstæðisflokksins undan í flæmingi við það að koma til starfa með öðrum stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum heimila í landinu sem eru að leita í sameiningu leiða til úrbóta fyrir heimilin.
Þar með hefur sjálfstæðisflokkurinn sagt sig endanlega frá störfum við að endurreisa Ísland úr þeim efnahagsrústum sem það var sett í og er sjálfstæðisflokknum nú málið skylt svo ekki sé nú meira sagt. Forysta sjálfstæðisflokksins hefur með markvissum og fumlausum hætti náð að einangri sig út á áður óþekktum jaðri þeirra sem enga ábyrgð vilja taka á eigin verkum og það sem verra er – eru meira en til í að fórna hagsmunum heillar þjóðar fyrir pólitískan metnað sinn.
En þeir ráða sínum málum og þannig verður það að vera.