Graseigendafélagið eða Flokksrótin?

Flokksráð Vinstri grænna kom saman til fundar um helgina. Flokksráð er æðsta stofnun flokksins milli landsfunda og því er vægi hans allmikið og þau skilaboð sem þaðan koma verð allrar athygli. Á fundinum um helgina voru samþykktar fjölmargar ályktanir um hin ýmsu mál sem hafa fengið allnokkra umfjölun í fjölmiðlun. Mest hefur borið á ályktun varðandi ESB aðild Íslands og fjölmiðlar höfðu gert ráð fyrir því að mikil átök yrðu um það mál á fundinum. Það var öður nær og fundurinn var mjög afdráttarlaus um þetta mál sem önnur. Fyrir fundinum lágu tvær ályktanir, önnur efnislega í þá veru að halda málinu áfram í þeim farvegi sem það hefur verið. Hin tillagan gerði ráð fyrir því að bakað yrði út úr því ferli sem umsóknin hefur verið og málið allt sem í uppnám. Í stuttu máli fór atkvæðagreiðsla um þessar tillögur þannig að sú fyrri, sem borin var upp af fjörtíu almennum flokksráðsmönnum varð ofan á með afgerandi hætti. Flokksráðið sendi því forystu flokksins skýr skilaboð um áframhaldandi meðferð málsins. Þetta hafa einhverjir túlkað þannig að forystan hafi borið „grasrótina“ ofurliði, hvernig í ósköpunum sem það er nú skýrt. Fljótt á litið fengu allar tillögur sem bornar voru uppi af almennum flokksráðsmönnum stuðning á fundinum á meðan allar þeir tillögur sem ekki náðu fram að ganga voru bornar fram að þingmönnum. Þetta er dálítið merkileg tillaga í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur í kjölfar fundarins.
Það er því gild spurning hvort hafi orðið ofan á „Graseigandafélagið“ eða Flokksrótin“ eða hvað þetta nú heitir.