Umræða um álit lögfræðistofunnar Lex á lögmæti lána tryggðra í erlendri mynt er orðin ansi farskennd En hvað hefur verið sagt um máli sem kallar á svo dæmalaust vitlaus viðbrögð? Skoðum það aðeins.
Í minnisblaði Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings Seðlabanka Íslands dagsettu 18. maí 2009 segir hún eftirfarandi um málið: „Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann er dregin sú ályktun að það hafi verið beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs.