Þorri þjóðarinnar leggst gegn fyrirhugaðri jarðgangagerð samkvæmt könnun sem DV hefur gert. Þar kemur fram að 65,1% þjóðarinnar er andvígur framkvæmdunum á meðan aðeins um fjórðungur telur rétt að ráðast í gerð gagnanna.
Þetta er vissulega mikið áfall fyrir þá sem hafa talið að gerð jarðganganna myndu leiða til góðs fyrir samfélagið, auka öryggi í umferðinni, tengja saman byggðir, draga úr eldsneytisnotkun og þar með útblæstri, spara gjaldeyri, minnka eldsneytiskostnað bíleigenda og auðvelda fólki að ferðast um landið sitt, svo fátt eitt sé nefnt.
Miðað við þessar niðurstöður má telja ólíklegt að af framkvæmdunum verði og ekki við öðru að búast en farið verði að vilja mikils meirihluta þjóðarinnar og hætt við þessa fyrirhugðu framkvæmd.
Hér má sjá könnun DV.