Forval í Reykjavík

Eins og fram hefur komið hef ég gefið kost á mér í 1. – 2. sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík vegna komandi Alþingiskosninga. Á undanförnum vikum hef ég fengið hvatningu frá stuðningsfólki flokksins í Reykjavík í þessa veru sem hafði hvað mest áhrif á að ég tók þessa ákvörðun. Ekki síður hefur góður stuðningur og ráðgjöf minna góðu félaga í NA-kjördæmi haft sitt að segja í þessu sambandi. Það er mat þessa fólks á störfum mínum sem þingmaður Vinstri grænna að vilja hafa mig áfram í forystusveit flokksins.

Þetta er því ákvörðun sem ég hef tekið af vel athuguðu máli, í samráði við fjölskyldu mína og aðra.

Ég ætla að keppa við góða félaga mína og vini um tiltekin sæti samkvæmt þeim lýðræðislegu leikreglum sem okkur eru settar hvað það varðar. Þegar upp verður staðið munum við svo öll meta stöðu okkar með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi og það að markmiði að við sem hópur verðum góður valkostur í kosningum næsta vor.

Kaldhæðni örlaganna

Það er til marks um hvað harðbýlt okkar ágæta land er að tónleikum sem til stóð að halda til styrkar þingeyskum bændum sem urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september, er frestað vegna veðurs?

Minna má það ekki vera

Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru ein merkilegustu samtök landsins. Samansett af fjölda sjálfboðaliða um allt land sem sinnir óeigingjörnu starfi í þágu samfélagsins sem seint verður metið að verðleikum. Það er eiginlega ekki hægt að segja nógu mikið gott um félagsskapinn. Landsbjörg er einhvernvegin undir og yfir og allt um kring en þó alltaf í fárra skrefa fjarlægð þegar á þarf að halda. Við ætlumst til mikils af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stendur líka alltaf undir væntingum.

Þess vegna reynir maður af veikum mætti að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna, t.d. með kaupum á flugeldum um áramót eða Neyðarkallinum góða sem verið er að selja þessa dagana.

Minna má það nú varla vera.

Samfelldur áfellisdómur

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um mannauðs- og fjárhagskerfi ríkisins er mikill áfellisdómur yfir innleiðingu kerfisins. Beðið hefur verið eftir þessari skýrslu allt frá árinu 2004 þegar Alþingi óskaði eftir úttekt á málinu. Áragömul drög af skýrslunni sem láku út úr stofnuninni í haustbyrjun og vöktu skiljanlega mikla athygli enda um gríðarlega stórt mál að ræða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá því í gær byggir á þeim drögum sem þegar hafa birst og staðfestir allt það sem áður komið fram. Innleiðingin er harðlega gagnrýnd, stjórnvöld þess tíma sömuleiðis sem og ferlið allt. Í nýju skýrslunni kemur fram að við mat á tilboðum í kerfið Nýherji skoraði hærra á öllum sviðum en Skýrr – nema í kostnaði og við vitum nú öll hvernig það fór (sjá töflu á bls. 20). Þeirri spurningu er því enn ósvarað hversvegna gengið var til samninga við Skýrr um þetta gríðarlega stóra verk sem fór svo rækilega úr böndum.

Skýringar Ríkisendurskoðunar á þeim drætti sem orðið hefur á skýrslunni vekja líka upp fleiri spurningar en þær svara. Skýringarnar eru þessar helstar (bls. 11):

Heift útgerðarmanna

Kafli I

Ég starfaði í sjávarútvegi í 33 ár. Á þeim tíma kynntist ég mörgum ágætum útgerðarmönnum. Sumir af gamla skólanum, markaðir af þeirri reynslu sem einkennir þá sem hafa upplifað hæðir og lagðir á löngum ferli. Aðrir voru ákafari, kvikkari í ákvörðunum og sífellt að leita leiða til að efla sig og þróa. Sumir voru allt að því nördar, hugsuðu ekki um annað en útgerð, tæplega viðræðuhæfir um annað og höfðu helgað greininni alla sinna og áttu ekkert eftir fyrir annað.

Í stórum dráttum voru þeir jafn misjafnir að upplagi og þeir eru margir, skreyttir öllum þeim kostum og göllum sem prýða góða menn.

Kafli II

"Ekki frétt" dagsins

Stundum veit maður ekki hvað það er sem ræður því hvað ræður því hvaða fréttir komast á forsíðu fréttamiðlanna. Dæmi um það er frétt, eða réttara sagt „ekki frétt“ dagsins sem höfð er eftir Lilju Mósesdóttur um að hrægammasjóðir vilji eignast Ísland á hrakvirði. Þetta vita allir. Þetta er áragömul frétt. Þetta er það sem slagurinn hefur staðið um frá Hruni. Að koma í veg fyrir að „hrægammar“ eignist Ísland á hrakvirði.

Það hefur ekki verið auðvelt en tekist - só far.

Margt líkt með skyldum ...

Silvio Berlusconi var í dag dæmdur sekur um spillingu. Hann segir að um pólitísk réttarhöld hafi verið að ræða, runnin undan rótum andstæðinga sinna.

Það höfum við heyrt áður.

Í ljósi sögunnar ...

Illugi Gunnarsson sagði í umræðum á Alþingi að það væri spurning um forgangsröðun hvort stjórnvöld leggðu fjármuni í endurnýjun á tækjakosti sjúkrahúsa.

Ef það er nógu gott fyrir Flokkinn ...

Það hafa mörg gullkornin fallið í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðsluna síðustu daga. Vigdís Hauksdóttir sagði til að mynda að þingmenn mættu ekki falla í þá gryfju að vera meðvirkir þjóðinni og Birgir Ármannsson telur þjóðina ekki endilega hafa verið að upplýsa um vilja sinn í málinu heldur eitthvað allt annað.

Orð gær dagsins á hinsvegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í umræðum á þinginu um þjóðaratkvæðagreiðsluna um nýja stjórnarskrá :

„Það er augljóst að þjóðin vill m.a. auðlindaákvæði í stjórnarskrá, það höfum við sjálfstæðismenn stutt, þetta á ekki að vera vandamál.“

Sem sagt: Ef það er ekki vandamál fyrir Flokkinn er það ekki vandamál fyrir þjóðina!

"Tapastur" allra

Ef sagnorðið „tapa“ væri lýsingarorð, þá mætti segja að formaður sjálfstæðisflokksins væri tapastur allra vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar – ef ekki sá tapaðasti.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS