Illugi Gunnarsson sagði í umræðum á Alþingi að það væri spurning um forgangsröðun hvort stjórnvöld leggðu fjármuni í endurnýjun á tækjakosti sjúkrahúsa.
Þetta eru athyglisverð ummæli þingmannsins í ljósi sögunnar. Á síðusta áratug fyrir Hrun drógust framlög til tækjakaupa á Landspítalanum saman um 44% eins og sjá má á línuritinu hér til hliðar. Á þetta hefur forstjóri sjúkrahússins bent á heimasíðu spítalans. Með það í huga að þá höfðu stjórnmálamenn úr nægu fjármagni að moða, að þá ríkti fjárhagslegt góðæri í landinu að mati stjórnvalda og síðast en ekki síst að þá var fjármálum ríkisins allan þann tíma stýrt af ráðherrum sjálfstæðisflokksins – er deginum ljósara að endurnýjun tækjabúnaðar á LSH var ekki forgangsmál. Þegar það er svo einnig haft í huga að LSH var skilað inn í Hrunið með hátt í þriggja milljarða halla er það hafið yfir allan vafa hvaða hug stjórnvöld þeirra tíma höfðu til þessara mála. Til að undirstrika það enn frekar enn áður þá kom ráðherra heilbrigðismála úr röðum sjálfstæðisflokksins síðustu árin.
Þannig á sagan það til að standa mann að verki líkt og gerðist með Illuga Gunnarsson í dag.