Verri en bankarnir

Megin hlutverk lífeyrissjóðanna er að greiða sjóðfélögum lífeyri, tryggja þá fyrir tekjumissi í kjölfar örorku og stuðla að fjárhagslegu öryggi maka og barna við andlát sjóðfélaga. Lífeyrissjóðirnir fjármagna rekstur sinn með iðgjöldum sjóðfélaga og ávöxtun þeirra, t.d. með því að lána sjóðfélögum peninga ýmist með veði í þeirra eigin eingum eða eingum foreldra, ættingja og vina. Lífeyrissjóðirnir lánuðu frekar út á veð en ekki greiðslugetu.

Flestir ef ekki allir sjóðfélagar lífeyrissjóðanna urðu fyrir áföllum vegna Hrunsins. Skuldir þeirra hækkuðu (m.a. skuldir við sjóðina), eignir þeirra töpuðu verðgildi sínu og greiðslugetan verð minni en áður.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu háum upphæðum (iðgjöldum lífeyrisgreiðenda) á Hruni á röngum fjárfestingum. Það er þó ekki enn útséð með hvað stór það tap varð enda eru þeir í hópi kröfuhafa í bú fyrirtækja sem hugsanlega eiga eitthvað upp í skuldina. Lífeyrissjóðirnir voru (og eru enn) langstærstu fjárfestar landsins á sínum tíma og voru virkir í myndun þess bóluhagkerfis sem síðan sprakk í andlitið á almenningi. Ofan í kaupið neita stjórnendur sjóðanna svo að beita þeim til að létta vanda skuldugra sjóðfélaga.

Hver hefði trúað því?

Guðlaugur Þór Þórðarson er líklega mesti "survivor" íslenskra stjórnmála. Fyrir nærri fjórum árum var Guðlaugur Þór ímynd hins spillta stjórnmálamanns eftir að hafa tekið við háum greiðslum frá stórfyrirtækjum í landinu bæði fyrir sig persónulega og flokkinn hans. Að núvirði má ætla að hann hafi sjálfur þegið u.þ.b. 40 milljónir í eigin vasa og 75 milljónir fyrir Flokkinn í þeim tilgangi að viðhalda völdum sér og  umbjóðendum sínum til framdráttar. Mér vitanlega hefur hann ekki enn gert þessi mál sín upp að fullu og því er enn á huldu hvaðan allir þessir peningar komu eða hverjir kostuðu hans til þings á sínum tíma.

Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra í aðdragana Hrunsins og skyldi við heilbrigðiskerfið í rjúkandi rústum eins og blasir við öllum sem þau mál þekkja. Nægir þar að nefna Landspítalann í því sambandi.

Nú er þetta hinsvegar allt gleymt og grafið. Guðlaugur Þór hefur unnið markvisst að því að bæta ímynd sína hylja pólitíska slóð. Nú markaðssetur hann sig sem bjargvætt heimilanna í landinu, vin litla mannsins og gæslumanns þeirra sem fóru verst út úr Hruninu – sem hann þó ber mikla ábyrgð á.

Þeir geta ekki unnið

Það er aldrei gaman að tapa. Það fékk Svavar Halldórsson að reyna fyrir Hæstarétti í gær í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn honum. Ég  held þó að það hljóti að vera öðruvísi að tapa gegn útrásargenginu en öðrum. Það er einhvernvegin hálfgildis sigur fólgin í því að hafa rótað svo upp í þeim að þeir hafi í krafti auðs og valds leitað til dómsstóla til að kveinka sér. Það er nánast eins og sigur.

Þeir geta nefnilega aldrei unnið.

Alveg sama hvað Hæstiréttur segir.

Hvað hefur RÚV að fela?

Þingmaður sjálfstæðisflokkinn krefst svara við afar mikilvægum spurningum á Alþingi. Spurningum sem lengi hafa brunnið á þjóðinni. Hann vill fá að vita hvaða prestar hafa annast guðþjónustur sem útvarpað hefur verið á RÚV og ekki síst hvað þeir hafa talað lengi, hver og einn.

Hver vill ekki vita það?

Við eigum auðvitað öll skilyrðislausan rétt á þessum upplýsingum enda varðar þetta okkur öll. Alla þjóðina eins og hún leggur sig.

Þingmaðurinn vill sömuleiðis draga fram í dagsljósið í hvaða þáttum í útvarpi og sjónvarpi hafi verið fjallað um nýafstaðna þjóðaratkvæðagreiðslu og sem ekki er minna mikilvægt, þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave árið 2010. Þessu til viðbótar spyr þingmaðurinn við hvaða fólk var rætt í þessum þáttum og síðast en ekki síst þeirrar grundvallar spurningar, hverjir stýrðu þáttunum.

Forval í Reykjavík

Eins og fram hefur komið gef ég kost á mér í 1.-2. sæti á öðrum hvorum framboðslistanum í Reykjavík fyrir kosningarnar næsta vor. Forvalið sjálft fer fram 24. nóvember en frestur til að skrá sig til þátttöku í því reunnur út miðvikudaginn 14. nóvember. Þeir sem hafa áhuga á að móta framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík en eru ekki skráðir flokksfélagar, þurfa því að skrá sig til leiks fyrir þann tíma. Það er t.d. hægt að gera með eftirfarandi hætti:

Á vef Vinstri grænna

Með því að senda tölvupóst á vg@vg.is og óska eftir að vera skráð/ur í félagið

Með því að senda mér tölvupóst og get ég þá séð um skráninguna ef óskað er eftir því

Það er því stuttur tími til stefnu fyrir þá sem vilja hafa áhrif á væntanlegan framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík að skrá sig inn og rétt að hvetja fólk til þátttöku.

Ekki síst fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja mig!

Sigurvegari helgarinnar

Magnús Orri Schram er ótvíræður sigurvegari prófkjara helgarinnar. Níu af hverjum tíu sem þátt tóku í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi greiddu þessum sívaxandi stjórnmálamanni atkvæði sitt. Það hlýtur að vera fátítt að þingmaður fái svo afgerandi stuðning í prófkjöri. En sjaldgæfara er að þingmaður verðskuldi svo mikla og þétta fylkingu að baki sér. En það gerir Magnús Orri svo sannarlega. Því hef ég kynnst af samstarfi mínu við hann.

Magnús Orri Schram er nú kominn í forystusveit Samfylkingarinnar og mun í framtíðinni, ef hann fetar sig jafn örugglega áfram á hálu svelli stjórnmálanna og hann hefur hingað til gert verða í fremstu röð íslenskra stjórnmálamanna.

Það er ekkert nema gott um það að segja.

Góð regla hjá sjálfstæðisflokknum

Í sjálfstæðisflokknum gildir víst sú regla í gildi að til að hljóta bindandi sæti í prófkjöri flokksins verði viðkomandi að fá að lágmarki 50% í það sæti sem hann sækist eftir.

Þetta er góð regla.

Nú skulum við líta á hvernig úrslit í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi eru með tilliti til reglunnar góðu:

1. sæti: Bjarni Benediktsson með  53.8% atkvæða í 1. sæti

2. sæti: Ragnheiður Ríkharðsdóttir með 42,5% atkvæða í 1-2 sæti

3. sæti: Jón Gunnarsson með 44,7% atkvæða í 1-3 sæti

4. sæti: Vilhjálmur Bjarnason með 46,9% í 1-4 sæti

5. sæti: Elín Hirst með 50,2% í 1-5 sæti

6. sæti; Óli Björn Kárason með 52,1% atkvæða í 1-6 sæti

7. sæti: Karen Elísabet Halldórsdóttir 40,2% í 1-7 sæti

Samkvæmt þessu skriðu aðeins þrír frambjóðendur yfir lágmarksviðmiðið til að hljóta bindandi sæti, þ.e. Bjarni Ben, Elín Hirst og Óli Björn. Aðrir eru undir tilskyldum mörkum viðað við regluna góðu.

Þá standa eftir nokkrar spurningar:

1. Munu þau sem ekki uppfylla skilyrðin taka þessum úrslitum eða draga sig í hlé?

Hvað svo, Bjarni?

Barni Ben segir að ef sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda muni hann bæta lífskjörin með því að lækka skatta, hefja sókn í atvinnumálum og gjörbreytta forgangsröðun málefna.

Skoðum þetta aðeins betur.

Skattabreytingar frá Hruni hafa miðast af tvennu: Að afla ríkinu tekna til að standa undir rekstrinum eftir Hrunið og hinsvegar að jafna lífskjörin í landinu. Með öflun nýrra tekna fyrir 117 mia.kr. frá Hruni hefur tekist að koma í veg fyrir niðurskurð í velferðarkerfinu fyrir sömu upphæð. Með þrepaskiptu skattkerfi, auknu skatthlutfalli samhliða auknum launum hefur tekist að gera skattkerfið sanngjarnara og í takt við það sem annarsstaðar gerist. Enn sem komið er erum við samt enn talsvert undir því sem gerist í viðmiðunarlöndum okkar, t.d. varðandi skatta á fyrirtæki sem sýnir enn betur en áður hversu fáránlegt skattkaerfi við bjuggum við fyrir Hrun.

Þessu ætlar Bjarni litli að breyta ef þjóðin færir honum til þess völd.

Hversvegna var Landspítalinn látinn drabbast niður?

Páll Torfi Önundarson skrifar magnaða grein um Landspítalann  í Morgunblaðið í dag. Þar lýsir hann því sem fólk með þekkingu og reynslu af störfum á spítalanum hefur horft upp á spítalann drabbast niður árum og áratugum saman án þess að fá rönd við reist. Landspítalinn er að hans mati og allra sem til þekkja illa farinn af langvarandi fjársvelti og skilningsleysi á mikilvægi þjóðarspítala. Kreppan á Landspítalanum byrjaði ekki 2008 eins og bent hefur verið á hér á þessari síðu og af stjórnendum hans sömuleiðis.

Í niðurlagi greinar sinnar bendir Páll Torfi réttilega á að það er fjárveitingarvaldið, Alþingi, sem ber ábyrgðina á stöðu Landspítalans. Þegar peningarnir voru til varði Alþingi fjármunum sínum í annað.

Skipulögð glæpastarfsemi?

Hjúkrunarheimilinu Eir var stjórnað af mönnum sem vissu í hvaða átt það stefndi. Þeir nörruðu eldra fólk til að setja háar upphæðir, oft ævisparnaðinn í fjárfestingu sem ekki var til. Með gerðum sínum gætu þeir valdið því að stór hópur eldri borgara verði siptir öllu sínu.

Þetta er ekki bara dæmi um tæra spillingu heldur lítur út fyrir að um sé að ræða skipulagða glæpastarfsemi.

Það er því fullkomlega eðlilegt að fólk leiði hugann að því að kæra stjórnendurna til lögreglu.

Annað eins hefur nú verið gert og oft af minna tilefni.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS