Í sjálfstæðisflokknum gildir víst sú regla í gildi að til að hljóta bindandi sæti í prófkjöri flokksins verði viðkomandi að fá að lágmarki 50% í það sæti sem hann sækist eftir.
Þetta er góð regla.
Nú skulum við líta á hvernig úrslit í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi eru með tilliti til reglunnar góðu:
1. sæti: Bjarni Benediktsson með 53.8% atkvæða í 1. sæti
2. sæti: Ragnheiður Ríkharðsdóttir með 42,5% atkvæða í 1-2 sæti
3. sæti: Jón Gunnarsson með 44,7% atkvæða í 1-3 sæti
4. sæti: Vilhjálmur Bjarnason með 46,9% í 1-4 sæti
5. sæti: Elín Hirst með 50,2% í 1-5 sæti
6. sæti; Óli Björn Kárason með 52,1% atkvæða í 1-6 sæti
7. sæti: Karen Elísabet Halldórsdóttir 40,2% í 1-7 sæti
Samkvæmt þessu skriðu aðeins þrír frambjóðendur yfir lágmarksviðmiðið til að hljóta bindandi sæti, þ.e. Bjarni Ben, Elín Hirst og Óli Björn. Aðrir eru undir tilskyldum mörkum viðað við regluna góðu.
Þá standa eftir nokkrar spurningar:
1. Munu þau sem ekki uppfylla skilyrðin taka þessum úrslitum eða draga sig í hlé?