Óbærilegur léttleiki tilverunnar ...

Fólk mótmælir til að lýsa yfir óánægju sinni með stöðu mála eða tiltekin atburð. Um þetta eru fjölmörg dæmi hér á landi á undanförnum árum enda full ástæða til þess.

Eitt stærsta einstaka Hrunamálið

Vandi Íbúðalánasjóðs er varðaður mörgum stórum mistökum langt aftur í tímann eins og lesa má í nýlegri skýrslu um sjóðinn. Árið 2004 var t.d. gerð mikil kerfisbreyting á húsnæðislánum og fjármögnun sjóðsins sem hefur haft það í för með sér að sjóðurinn fjármagnaði sig til langs tíma með lánum sem hann getur ekki borgað upp á meðan lántakendur sjóðsins greiða lán sín upp í gríð og erg. Þannig myndast mikil vaxtaáhætta fyrir sjóðinn (munur á vöxtum sem hann greiðir af sínum lánum og sem hann fær af uppgreiddum lánum) sem hefur sett sjóðinn í mikinn vanda. Kosningaloforð framsóknarflokksins um 90% lán til íbúðakaupa  og komið var í framkvæmd í samstarfi hans við sjálfstæðisflokkinn og þannig kynnti undir eignabóluna sem síðan sprakk í andlitið á okkur og rýrði mjög eignir sjóðsins. Stóraukin útlán Íbúðalánasjóðs til verktaka hefur kostað hann gríðarlegt tap.

Tímamót

Meirihluti fjárlaganefndar afgreiddi í gær frá sér umfangsmiklar breytingartillögur á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rétt eins og fyrstu fjárlög sem samþykkti voru á Alþingi eftir Hrun vitnuðu um þann gríðarlega vanda sem þjóðinni var komið í er fjárlagafrumvarp næsta árs til vitnis um að nú sé viðsnúningurinn orðin að veruleika. Í fyrsta sinn frá Hruni er verið að snúa af braut niðurskurðar og samdráttar. Í fyrsta skipti frá Hruni finnum við nú loksins viðspyrnu og getum farið að rétta aftur úr okkur. Fjárlagafrumvarp næsta árs markar því tímamót í uppbyggingarstarfinu sem staðið hefur yfir sleitulaust frá Hruninu 2008.

Efiðleikar undanfarinna ára eru þó ekki að baki þó vindurinn sé ekki beint í fangið eins og hingað til hefur verið. Efnahagsástandið er viðkvæmt, bæði hér heima sem erlendis og því má lítið út af bera ef ekki á illa að fara. Efnahagsstjórn áranna fyrir Hrun ætti einnig að hræða alla frá því að fela sömu aðilum landsstjórnina að nýju. Verðlagsáhrifin af því að fela sjálfstæðisflokknum aftur stjórn efnahagsmála myndu líklega að sliga heimilin og fyrirtækin í landinu að fullu, þeim sem á annað borð lifðu af Hrunið sem Flokkurinn leiddi yfir okkur.

Einum vonbrigði en öðrum gleðiefni

Úrslit forvalsins í Reykjavík eru mér eðlilega vonbrigði enda markmiðið sett á annað. Ég vissi þó allan tímann að á brattann yrði að sækja og því gæti brugðið til beggja vona með niðurstöðuna. Sem og varð.

Mér telst svo til að rétt um hundrað manns hafi skráð sig í Vinstri græn til að styðja mig í forvalinu. Ég á ekki bakland gamalla vina, skóla- eða samstarfsfélaga, ættingja eða fjölskyldu í Reykjavík sem ég gat treyst á eins og oft er gert í svona vali. Ég varð því að reiða mig á stuðning hins almenna félaga í Vinstri grænum en hafði ekki erfiði sem erindi og því fór sem fór.

Ég þakka hinsvegar þeim liðlega helmingi félagsmanna sem kaus að styðja mig með einum eða öðrum hætti í forvalinu sem og öllum sem hafa talað mínu máli.

Það sem er einum vonbrigði kann að gleðja aðra eins og gengur.

Það kemur í hlut annarra að taka slaginn við þá næsta vor.

Bækurnar á náttborðinu

Bækurnar á náttborðinu lýsa manni stundum betur en margt annað. Svona leit þetta út hjá mér þegar ég fór að sofa í nótt:

Hreint út sagt – ævisaga Svavars Gestsonar

Boxarinn – eftir Úlfar Þormóðsson

Við stöndum á tímamótum – eftir Magnús Orra Shcram

Fjárlagafrumvarpið – eftir Oddnýju Harðardóttur o.fl.

Fjárlög 2012 – eftir Vinstri græn og Samfylkinguna

Hvað á maður að lesa úr þessu?

Vinstri eða hægri - val um leiðir

Vinstri græn verða með forval í Reykjavík á morgun. Á sama tíma halda sjálfstæðismenn í borginni sitt prófkjör. Það ræðst því á morgun hvaða fólki þessi andstæðu pólar í íslenskum stjórnmálum munu skipa til verka næsta kjörtímabil. Í þeim pólitísku átökum sem átt hafa sér stað hér á landi frá Hruni hefur verið tekist á um meginhugmyndir um hvernig atvinnulíf við viljum skapa úr gjaldþrota rústum Hrunsins. Hægrimenn hafa óragir haldið á lofti gömlum og lúnum hugmyndum um risaverksmiðjur knúnar áfram af niðurgreiddri orku. Þeir hafa barist hatrammi baráttu gegn nýjum hugmyndum í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og þeir standa fastir fyrir þegar tekist er á við um að auka vægi lista, menningar og skapandi greina.

Hægrimenn eru stoltir fulltrúar gamalla og úr sér genginna hugmynda.

Fyrir okkur öll

„Það er grunvallarforsenda velferðarríkisins að allir þegnar þess leggi til sameiginlegra sjóða eftir getu en njóti þjónustu og stuðnings ríkisins eftir þörfum.“

Þessa setningu má finna í nýrri skýrslu sem fjallar um skiptingu opinberrar þjónustu og fjármagns, eftir þá félaga Þórodd Bjarnason og Jón Þorvald Heiðarsson.

Það er nokkuð til í þessu. Sameiginlegum fjármunum hefur verið misskipt á undanförnum árum og áratugum jafnt eftir landshlutum, þjónustu og almennt til jöfnunar lífskjara og lífsskilyrða í okkar góða landi. Við höfum séð byggðir hnigna vegna opinberra afskipta eða afskiptaleysis eftir því hvernig á það er litið. Við höfum horft upp á þjónustu versna á tilteknum svæðum eða innan tiltekins geira vegna pólitískra ákvarðana. Þetta á m.a. við um heilbrigðismál, sbr. heilsugæsluna í Reykjavík, sjúkrahús, sbr. Landspítalann og fjórðungssjúkrahúsin um allt land. Á sama tíma óx einkageiranum fiskur um hrygg á kostnað almannaþjónustunnar. Vissuð þið að einka-heilbrigðisgeirinn fékk áfram fjármuni til tækjakaupa á meðan opinberar stofnanir voru sveltar – á grundvelli samninga frá fyrri tíð?

Baráttan um Ísland

Stjórnmála snúast um að hafa áhrif. Í tilfelli ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar hefur kjörtímabilið snúist um að hafa áhrif á það hvernig samfélag við náum að skapa úr Hruninu. Ég vil frekar tala um uppbyggingu en endurreisn enda hefur aldrei staðið til að endurreisa það sem hrundi heldur að byggja upp annað og betra samfélag.

Við höfum val um að endurtaka leikinn, láta aftur reyna á gamlar aðferðir og taka sénsinn á því að það sem áður brást svo hrapalega geri það ekki aftur. Þeir stjórnmálaflokkar eru til sem bjóða upp á þennan valkost. Enn er boðið upp á einkavæðingu í velferðarkerfinu. Enn er boðið upp á flata lága skatta á alla óháð tekjum eða efnahag. Enn er boðið upp á ókeypist aðgang að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Eina sem til þarf er að veita þeim öruggt brautargengi í næstu kosningum.

Réttlát tekjuöflun - nýjar leiðir

Hrunið haustið 2008 kafsigldi allt að því íslenskt þjóðfélag til frambúðar. Um tíma leit út fyrir að um algjört þjóðargjaldþrot yrði að ræða. Skuldir stefndu í að vera óviðráðanlegar og tekjur stóðu ekki undir rekstri hvað þá afborgunum skulda. Það var ekki fyrr en um mitt ár 2010 að ljóst var að tekist hafði að forða þjóðinni undan slíkum hörmungum og að stjórnvöld höfðu náð tökum á stöðunni.

En hvernig gerðist það?

Á kjörtímabilinu hefur tekist að ná halla á ríkisjóði niður úr 216 milljörðum króna í það að vera við að nálgast núllið. Það hefur verið gert með því að fara blandaða leið samdráttar í útgjöldum annarsvegar og hinsvegar að afla nýrra tekna, nánast til helminga.

Í óhjákvæmilegum niðurskurði var almennur rekstur og stjórnsýsla látin bera mesta þungann á meðan velferðar- og menntakerfinu var hlíft eina og kostur var.

Forvalsvika

Forval Vinstri grænna í Reykjavík fer fram næsta laugardag eins og áður hefur komið fram. Ég mun því fram að forvalsdegi kynna hér á síðunni mín helstu áherslumál og hvað það er sem ég men leggja áherslu á í komandi kosningabaráttu og á þingi ef ég fæ stuðning til þess.

Áhugasamir geta sent mér tölvupóst eða sent mér skilaboð á Facebook síðu minni til að afla sér frekari upplýsinga um einstök áherslumál mín eða annað sem fólk hefur áhuga á.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS