Minna má það ekki vera

Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru ein merkilegustu samtök landsins. Samansett af fjölda sjálfboðaliða um allt land sem sinnir óeigingjörnu starfi í þágu samfélagsins sem seint verður metið að verðleikum. Það er eiginlega ekki hægt að segja nógu mikið gott um félagsskapinn. Landsbjörg er einhvernvegin undir og yfir og allt um kring en þó alltaf í fárra skrefa fjarlægð þegar á þarf að halda. Við ætlumst til mikils af Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem stendur líka alltaf undir væntingum.

Þess vegna reynir maður af veikum mætti að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna, t.d. með kaupum á flugeldum um áramót eða Neyðarkallinum góða sem verið er að selja þessa dagana.

Minna má það nú varla vera.