Flokkurinn og Forsetinn

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður og forsætisráðherra sjálfstæðisflokksins er ánægður með forseta Íslands og tilraunir hans til að hrifsa til sín völd af Alþingi. Sjálfstæðismaðurinn Þorsteinn segir forsetann vera á réttri braut og gott betur en það – forsetanum sé beinlínis skylt að skerða völd þingsins sýnist honum svo.

Það er í meira lagi furðulegt af fyrrverandi forsætisráðherra landsins að stilla sér upp í liði þeirra sem vilja rýra völd Alþingis og þar með þingræðið í landinu og breytir þar engu úr hvaða flokki hann kemur. Afstaða Þorsteins Pálssonar í þessu máli hlýtur því fyrst og fremst að mótast af óbeit hans á núverandi stjórnvöldum og löngun til að koma Flokknum aftur til valda, umfram annað.

Ólafur ragnar Grímsson mun hinsvegar engu láta sig varða um það hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Hans draumar snúast um að auka sín eigin völd á kostnað Alþingis, ef ekki með góðu – þá með illindum.

Í því nýtur forsetabjáninn stuðnings og aðdáunnar sjálfstæðisflokksins eins og svo oft áður.