Sigmundur og Davíð

Davíð bað Sigmund einn daginn um að lána sér pening. Sigmundur, sem er gegnheill og góður drengur, lánaði honum þúsund kall á þokkalegum kjörum sem Davíð lofaði að borga á tilteknum degi. Þegar sá bjarti dagur rann upp kom í ljós að Davíð átti ekki fyrir skuldinni eins og stundum gerist. Reyndar var hann þá orðinn svo illa staddur fjárhagslega að hann sagði Sigmundi að hann gæti varla borgað meira en 300 kall af skuldinni, restin væri líklega töpuð. Eins og gefur að skilja var Sigmundur ekkert sérstaklega ánægður en gerði sér þó fljótlega ljóst að líklega fengi hann aldrei meira en 300 kallinn endurheimtann frá Davíð. Það fór líka þannig að lokum að Davíð borgaði aðeins 300 kall af þúsund króna skuld sinni við Sigmund sem afskrifaði restina.

Þá kemur spurningin: Hvað gerði Sigmundur við 700 krónurnar sem hann afskrifaði af skuld Davíðs?

Sá sem á svar við því skilur efnahagstillögur framsóknarflokksins og getur útskýrt þær fyrir okkur hinum.