Í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á orsök og aðdraganda Hrunsins var settur á fót starfshópur sem fékk það verkefni að gera tillögur um viðbrögð stjórnsýslu ríkisins við því sem að henni sneri í skýrslunni. Hópurinn var undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en aðrir í hópnum voru þau Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík; Ómar H. Kristmundsson, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands; Kristín Benediktsdóttir, héraðsdómslögmaður og Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
Ein af niðurstöðum hópsins var þessi (bls. 2): „Stærri ráðuneyti og stofnanir eru undirstaða í að styrkja hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar en það kallar á átak í sameiningu ráðuneyta og stofnana.“ Á grunni skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðu starfshóps Gunnars Helga var á nýliðnu kjörtímabili ráðist í umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu ríkisins í þeim tilgangi að styrkja faglegan grunn stjórnsýslunnar. Ráðuneytum var fækkað úr tólf í átta og og umfangsmiklar breytingar hafa átt sér stað í stofnanakerfi ríkisins.
Nú er það haft eftir formanni sjálfstæðisflokksins að hann vilji kippa þessu til baka. Hann vill að Flokkurinn fái stjórnarráðið “sitt“ aftur í því ásigkomulagi sem hann skildi við það. Nú er lagt til að ráðuneytum verði fjölgað á nýjan leik, rétt eins og gert var í fyrri stjórnartíð þeirra tveggja flokka sem nú eru að mynda ríkisstjórn. Það eru tvær meginástæður fyrir því að sjálfstæðisflokkurinn vill fjölga aftur ráðuneytum. Sú fyrri er klassísk og ræðst af því að Flokkurinn er valdaflokkur í eðli sínu, nærist á völdum og þarf því nauðsynlega að koma sem flestum úr sínu liði til pólitískra áhrifa. Hin ástæðan er sú að sjálfstæðisflokkurinn mun líklega verða með fleiri en veigaminni ráðuneyti í nýrri ríkisstjórn en framsóknarflokkurinn. Til að halda valdajafnvæginu og þeirri staðreynd til haga að Flokkurinn fékk einhverjum atkvæðum fleiri en framsókn í kosningunum þarf því að skipta ráðuneytum upp að nýju til að koma fleirum að. Velferðarráðuneytið er heldur ekki til vinsælda fallið á erfiðleikatímum og því mun sjálfstæðisflokkurinn ekki vilja taka við því í einum bita heldur skipta því aftur upp í nokkra parta. Það má og búast við því að á þeim sviðum muni áhrifa sjálfstæðisflokksins gæta á kjörtímabilinu þar sem ætlunin er að halda áfram á þeirri braut sem lagt var af stað með í heilbrigðisráðherratíð Guðlaugs Þórs Guðlaugssonar, sem er augljós kandídat Flokksins í endurheimt heilbrigðisráðuneytið.
Aðalmálið er hins vegar að öll endurbótavinnan sem unnin hefur verið í stjórnsýslu ríkisins á undanförnum árum er farin fyrir lítið. Því verður nú öllu fórnað á altari hinna gömul pólitísku gilda sem féllu haustið 2008 en verða nú aftur til himna hafin.
Gömlu hægriflokkarnir hafa því engu gleymt og það sem verra er – þeir virðast ekkert hafa lært.
Comments
Arianne Crampton
24. ágúst 2017 - 18:21
Permalink
Sweet blog! I found it while surfing around
on Yahoo News. Do you have any suggestions on how to
get listed in Yahoo News? I've been trying for a while but I never seem
to get there! Many thanks
Feel free to visit my weblog :: similar internet page
Noemi Freycinet
16. október 2017 - 16:22
Permalink
Aw, this was an incredibly nice post. Taking
the time and actual effort to create a really good article…
but what can I say… I hesitate a whole lot and don't manage to get anything done.
Look at my blog :: article source