Ákvörðun forseta Íslands að undirrita og staðfesta lög um veiðigjöld fyrr í dag gladdi marga. Í hópi ánægðra eru t.d. þingmaður framsóknarflokksins og fjölskylda hans sem fá mestu lækkun allra í gegnum fyrirtæki þeirra Vísi hf. í Grindavík. Að sama skapi er líklega nokkuð glatt á hjalla hjá afkomendum Jóns Gunnarssonar þingmanns sjálfstæðisflokksins sem reka Útgerðarfélagið Nesið hf. á Siglufirði. Það mætti einnig segja mér að eigendur Arion banka væru nokkuð ánægðir með daginn en síðast þegar ég vissi átti bankinn 33% í HB-Granda hf. sem fékk góða lækkun á veiðigjaldinu í dag. Veit ekki alveg hvernig stemningin er hjá eigendum Bergs-Hugins hf. en Landsbankinn á eftir því sem ég best veit 45% eignarhlut í fyrirtækinu á móti öðrum. Það eru líklega fá mál sem varða svo marga nákomna stjórnvöldum svo miklu og lækkun veiðigjaldanna og fá mál, ef nokkur, opinbera jafn vel grímulausa eigin hagsmunagæslu.
Dagurinn í dag var því góður fyrir marga á hægri væng stjórnmálanna og víst að víða er glatt á hjalla þar sem áður ríkti mikil óvissa. Forsetinn, jafnt rótfastur og hann er íslenskri þjóð, veit hins vegar að erfitt getur verið að gera svo öllum líkar.
Það á við í þessu máli sem öðrum.
Comments
Anna María Sver...
9. júlí 2013 - 23:28
Permalink
Þessi forseti er ekkert nema sjálfsupphafningin og prinsippleysið. Mig langar burt héðan eftir þessi síðustu skilaboð hans. Ég á orðið erfitt með að finna mig í þessu undarlega samfélagi sem ég hélt hér forðum að væri minn.