Kauphækkun hjá Dauðasveitinni?

Það er mikið gert úr því að hægristjórnin hafi skipað sérstakan hagræðingarhóp vegna undirbúnings fjárlaga og látið sem  þetta hafi aldrei verið  gert áður.. Hópurinn sem gengur undir nafninu Dauðasveitin á að vinna tillögur að niðurskurði í fjárlögum næsta árs til að mæta tekjutapinu sem hægristjórnin hefur staðið fyrir að undanförnu, m.a. með lækkun veiðigjalds, lækkun auðlegðarskatts og fleiri boðuðum aðgerðum í þessa veru.
Sérstakir hópar þingmanna hafa margoft starfað til hliðar við ráðherrahópa um ríkisfjármál. Þannig hópur starfaði á síðasta kjörtímabili (man ekki einhver eftir þessu?) og á árunum þar á undan einnig. Það er sem sagt ekkert nýtt eða ferskt við það að stofna sérstakan þingmannahóp til að vinna að undirbúningi fjárlaga hvers árs.
Mér segir hins vegar svo hugur  að  sú breyting verði  nú á  að aftur verði tekinn upp sá vondi siður að umbuna þingmönnum sérstaklega.