Það stefnir í góðan og verðskuldaðan kosningasigur Vinstri grænna síðar í mánuðinum. En flokkurinn á erfitt verk fyrir höndum. Miðað við skoðanakannanir er ljóst að það verður ekki myndið nein vinstristjórn í landinu. Hins vegar gætu kosningarnar skilað ágætlega skipaðri félagshyggjustjórn Vinstri grænna Samfylkingar ásamt leifunum af framsóknarflokknum. Ég hef þó efasemdir um að samanlagt fylgi þessara þriggja flokka nægi til þess að mynda öfluga ríkisstjórn.
Kosningarnar gætu líka skilað okkur hægri-öfgastjórn sjálfstæðisflokks, flokks Sigmundar Davíðs og annarra loddara sem munu ná mönnum á þing. Ég er samt efins um að sjálfstæðisflokkurinn muni leggja í slíka hættuför. Fyrir aðra flokka er sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar líkt og hættulegur smitberi spillingar, sérhagsmuna, hagsmunagæslu, leyndarhyggju, frændhygli, græðgi og óstjórnar. Það kemur enginn nálægt honum nema með töngum.