Í skugga valdsins

Reynslusögur kvenna í stjórnmálum af kynferðislegu ofbeldi og áreitni vitna um ömurlega framkomu margra karla gegn konum og um viðhorf þeirra til kvenna. Það er skiljanlegt að nöfn gerenda fylgi ekki sögunum nema í einstaka tilfellum enda er markmið umræðunnar að vekja athygli á vandanum en ekki einstaklingum. Það breytir því ekki að vitað er um hvaða stjórnmálamenn er að ræða í a.m.k. einhverjum tilvikum.
Í fréttum RÚV í dag var sagt frá því að Sænskar konur hafi fengið nóg og að nefndir ofbeldismenn gegn þeim hrekist úr störfum. Það er ólíklegt annað en að við eigum eftir að sjá slíkt einnig gerast hér á landi fyrr eða síðar.

Jóhanna Sigurðardóttir

Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Jóhönnu Sigurðardóttur og starfa með henni í fjögur ár. Jóhanna er einn af allra öflugustu stjórnmálamönnum sem við höfum átt, ef ekki sá öflugasti. Ég hef til þessa ekki kynnst jafn gegnheilum, ósérhlífnum og þrautseigum stjórnmálamanni. Ólíkt því sem margir halda er Jóhanna mikill húmoristi og skemmtileg í samstarfi en að sama skapi grjóthörð og fylgin sér þegar þess þarf með. Það var ekkert grín að fá hana gegn sér og maður gerði það ekki að gamni sínu enda var það fyrirfram tapaður slagur. Ég kann af því sögur sem ég kannski segi síðar.

Ólíkt hafast þau að

Auðvitað verður flokksráð Vinstri grænna ekki kallað saman nema formaður flokksins telji sig hafa náð góðum málefnasamningi sem hún telur þess virði að mæla með. Þó það nú væri!

Stutt samantekt um Landsdóm

Haustið 2008 var lagt fram frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Fyrsti flutningsmaður var Sturla Böðvarsson, þáverandi forseti Alþingis, og meðflutningsmenn hans voru formenn allra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi. Frumvarpið varð að lögum 12. desember 2008, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Í fyrstu grein laganna segir m.a.

Úthringingar

Starfsemi stjórnmálaflokka er oft gerð tortryggileg að ósekju. Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnarmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.

 

Úthringingar

Starfsemi stjórnmálaflokka er oft gerð tortryggileg að ósekju. Það er fullkomlega eðlilegt að í aðdraganda stórra viðburða sé haft sé samband við fólk sem kosið hefur verið til trúnaðarstarfa í sínum flokki. Það er gert til að heyra hljóðið í fólki almennt, til að ræða tiltekin mál, undirbúa fundi og tala fyrir ákveðnum málstað. Það er ekkert nýtt við þetta eins og allir vita sem tekið hafa þátt í starfi stjórnmálaflokka og ástæðulaust að gera þetta tortryggilegt. Það er sömuleiðis eðlilegt að forystufólk í stjórnmálaflokkum, í þessu tilfelli Vinstri grænum, heyri í því fólki sem kemur til með að greiða atkvæði um ríkisstjórnmyndun ef til þess kemur.
Það væri óábyrgt af þeim að gera það ekki.

Tveir þingmenn úr leik?

Tveir þingmenn Vinstri grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson eru mótfallnir því að hreyfingin fari í viðræður við sjálfstæðisflokk og framsókn um myndun ríkisstjórnar. Það vekur athygli að annað þeirra segist hafa knúið fram atkvæðagreiðslu um málið í þingflokki Vg. Það virðist hafa verið gert til þess eins að opinbera ágreining innan þingflokksins um tillögu formannsins. Það er líka umhugsunarvert að afstaða þeirra byggist ekki á málefnasamningi heldur á afstöðu til þeirra flokka sem ræða á við. Þetta þýðir að þau tvö hafa þegar lagst gegn ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ef af henni yrði.

Sterk staða Katrínar

Baldur Þórhallsson er að öllu jöfnu glöggur stjórnmálaskýrandi sem gaman er að fylgjast með. Það kann að reynast rétt að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast ef slitnar upp úr samtali hennar við sjálfstæðis- og framsóknarflokk. En það ræðst þó mest af ástæðunni fyrir því, þ.e. á hverju myndi stranda. Katrín gerir sér vel grein fyrir því hvað Vinstri græn þurfa til að halda þessum viðræðum áfram og láta reyna á stjórnarmyndun. Það er ástæðulaust að ætla að þingflokkurinn fylgi henni ekki að málum enda hafa engar slíkar efasemdir komið upp.
Vinstri græn munu ljúka þessum viðræðum annaðhvort með því að ná fram ásættanlegum stjórnarsáttmála eða þá vegna þess að það tókst ekki. Hvort sem yrði myndi staða Katrínar sem stjórnmálamanns að mínu mati frekar styrkjast en veikjast.

Ég treysti mínu fólki

Kjósendur buðu stjórnmálamönnum ekki upp á marga góða valkosti við ríkisstjórnarmyndun. Stjórnmálamenn einstakra flokka hafa síðan sjálfir takmarkað þá valkosti mjög með vanhugsuðum yfirlýsingum og skilyrðum. Eftir stendur enginn besti kostur eða sjálfsagt val fyrir nokkurn þeirra átta flokka sem eiga menn á þingi. Úr því þarf að vinna.

Óraunhæfar hugmyndir Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar

Forystufólk Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar komu saman í morgun til skrafs og ráðagerða um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf þessara flokka ásamt Vinstri grænum og einhverjum öðrum. Hvernig ríkisstjórn yrði það?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS