Klofningsflokkar

Fáir flokkar hafa klofnað jafn oft og rækilega og sjálfstæðisflokkur og framsókn. Saga þeirra er vörðuð endalausum klofnings- og sérframboðum. Á þeim er þó ákveðinn eðlismunur hvað þetta varðar. Klofningur í framsókn hefur þar til nú nánast alltaf verið bundinn við einstaklinga sem fara í sérframboð í einstökum kjördæmum, oftast með tengingu við móðurflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn á hinn bóginn klofnar í fleiri flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum, nú síðast Viðreisn þó dæmi séu um framsóknarklofning þar líka. Það er þó ekki meiri munur á þeim hvað þetta varðar en á kúk og skít.
Þessir tveir flokkar, sem báðir tveir eru yfirfullir af frekjukörlum og -kerlingum, eru aðalástæða þess rótleysis sem ríkir í íslenskum stjórnmálum. Hvorugur þeirra getur farið með stjórn landsins. Báðir þessir flokkar og öll þeirra klofningsframboð þurfa að fá rækilega á baukinn í kosningunum í október sem og klofningsframboð þeirra.
Þeir eiga það skilið og við líka.