Stjórnarandstaðan

„Ríkisstjórnin er alveg feikilega veik og eini styrkur hennar felst í að stjórnarandstaðan er svo gjörsamlega sundurtætt.“
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.

Það er margt til í þessu hjá Eiríki. Það ber þó að hafa í huga að ólíkt stjórnarflokkunum eru stjórnarandstöðuflokkarnir ekki bundnir af neinum sáttmála sín á milli og koma því ekki fram sem ein heild. Þeir eru ólíkir að upplagi og engum bundnir nema kjósendum sínum og stefnu. Það breytir því samt ekki að stjórnarandstaðan á þingi er heldur ólíkleg til afreka gegn veikri ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins.
En hver er innbyrðis staða stjórnarandstöðuflokkanna og hvers vegna nær stjórnarandstaðan ekki flugi?
Skoðum það aðeins.

Minna fúsk, minna drasl ...

Árið 2010 var lögum um dómstóla breytt til að koma í veg fyrir að ráðherrar skipuðu dómara pólitískt og án faglegs mats á hæfi þeirra eins og áður hafði viðgengist. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokksins, hefur nú ákveðið  að hunsa mat sérstakrar dómnefndar um skipan dómara og leggja þess í stað til að aðrir, henni þóknanlegir, verði dómarar í Landsrétti. Með þessu vegur ráðherrann að sjálfstæði dómstóla líkt og kemur fram hjá formanni dómnefndarinnar .
Þetta er grafalvarlegt mál og það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að ráðherrann nái vilja sínum og sjálfstæðisflokksins fram í þessu máli.

Pælum aðeins í því.

„Slakinn í ríkisfjármálum síðastliðin þrjú ár samsvarar næstum því þremur prósentum af landsframleiðslu, sem er settur inn sem örvun í hagkerfið og án þess væru væntanlega vextir á Íslandi lægri og gengið hugsanlega lægra ..."
​Már Guðmundssonhttp://ruv.is/frett/segir-slaka-i-rikisfjarmalum-skyra-gjanna bankastjóri Seðlabanka Íslands.

Er ekki komið nóg?

Þingmenn sjálfstæðisflokksins styðja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins. Þingmönnunum hugnast ekki sú framtíðarsýn sem í áætluninni felst. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns sjálfstæðisflokksins, nýtur því í raun ekki stuðnings þingflokks sjálfstæðisflokksins í mikilvægustu stefnumálum hennar. Það hlýtur að vera einsdæmi í sögu þjóðarinnar að stjórnmálaflokkur styður ekki sjálfan sig.
Það er ekki hægt að búa þetta til.
Er ekki komið nóg?

Pólitískt getuleysi

Viðreisn var stofnuð til að gera breytingar í peninga- og gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Formaður Viðreisnar er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins. Undir hans stjórn hefur stjórnin misst öll tök á efnahagsmálum landsins. Sérstaklega þó í gengismálum. Í dag sló ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherra rétt tæplega 40 ára gamalt Íslandsmet í styrkingu krónunnar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum. Lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga er stefnt í voða og afkomu hundruð fyrirtækja sömuleiðis. Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefni sín. Pólitískt getuleysi hennar er átakanlegt.

Pólitískt getuleysi

Viðreisn var stofnum til að gera breytingar í peninga- og gjaldmiðlamálum þjóðarinnar. Formaður Viðreisnar er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins. Undir hans stjórn hefur stjórnin misst öll tök á efnahagsmálum landsins. Sérstaklega þó í gengismálum. Í dag sló ríkisstjórnin undir forystu fjármálaráðherra rétt tæplega 40 ára gamalt Íslandsmet í styrkingu krónunnar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum. Lífsviðurværi tugþúsunda Íslendinga er stefnt í voða og afkomu hundruð fyrirtækja sömuleiðis. Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnin sín. Pólitískt getuleysi hennar ar átakanlegt.

Hvernig ætli standi á þessu?

Merkilegt hvað sumir þeirra sem hafa efnast á því að nýta sameiginlegar auðlindir okkar eru ófúsir að deila sanngjörnum hluta afrakstursins með samfélaginu. Þeir leita óhikað liðsinnis dómstóla til að komast hjá því ef ekki vill betur og eru jafnvel viljugir til að reyna að svíkjast undan að skila því sem þeir þó eiga að leggja af mörkum.
Hvernig ætli standi á þessu?

Það þarf að auka vald þingsins

Samkvæmt starfsáætlunum hafa þing-, þingflokks- og nefndardagar Alþingis verið að meðaltali á bilinu 110-120 á hverju ári undanfarin ár. Starfsáætlun þingsins byggist að nokkru á gamaldags viðhorfum um annir þingmanna í kjördæmum og búskap. Þessu þarf að breyta.
Þingmenn eiga mun auðveldara nú en áður með að nálgast kjósendur og almenning í landinu. Tæknin og samgöngur bjóða upp á það. Þingið á heldur ekki að þurfa að laga sig að atvinnuháttum einstakra þingmanna, sauðburði, göngum eða vertíðum.
Þingmenn ættu að hafa frumkvæði að því að breyta starfsháttum þingsins þannig að þingið starfi lengur en það gerir. Slíkt myndi styrkja þingræðið og efla lýðræðið í landinu á kostnað ráðherraræðis. Fátt gleður ríkisstjórn og ráðherra meira en þegar þingið er heima.
Það þarf að auka vald þingsins.

Risi í sjávarútvegi

Samherji er eitt öflugasta og best rekna fyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur fjárfest gríðarlega í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum eins og hér kemur fram. Samherji hefur ekki síður staðið í miklum fjárfestingum í sjávarútvegi erlendis sem minna hefur verið til umfjöllunar hér heima.

Þau hljóta að kannast við krógann

Uppsagnir starfsfólks HB-Granda á Akranesi eru áfall fyrir þá sem fyrir þeim verða. Það verður að vona að á þeim tíma sem framundan er þar til þær taka gildi takist að finna starfsfólkinu önnur störf hvort sem það er innan fyrirtækisins eða annars staðar.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS