Dagur 2

Annar dagur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins var öllu rólegri en sá fyrsti en þó ekki alveg tíðindalaus.
​Hér koma nokkur dæm um það:

Skattaskil Bjarna Benediktssonar

Þetta er góð grein í Kjarnanum. Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokks, framsóknar og Samfylkingar á árunum fyrir Hrun komu í veg fyrir innleiðingu á nauðsynlegum reglum og lagasetningum til að sporna við aflandseyjabraski. Skattastefna þessara flokka auðveldaði og virkaði beinlínis hvetjandi á einstaklinga og fyrirtæki til að skjóta peningum undan íslenskri lögsögu í skattaskjól víða um heim.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra hefur ekki svarað því hvort hann hafi staðið að skattaskilum í samræmi við lög og reglur eins og honum bar að gera.

Dagur 1

Nú þegar fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar (reyndar bara hálfur) er að kvöldi kominn er þetta helst að frétta úr hennar herbúðum:

Icesave bollinn

Það var vel til fundið hjá Lilju Alfreðsdóttur að gefa Guðlaugi Þór Þórðarsyni nýjum utanríkisráðherra Icesave könnu. Það er þó ástæða til að ætla að slíkar gersemar hafi farið um hendur hans áður enda voru það innanbúðarfólk úr sjálfstæðisflokknum sem markaðssettu Icesave á sínum tíma með afleiðingum sem allir þekkja.
Þannig er nú það!

Einkavæðing og hagsmunagæsla

„Ríkið færi útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda sem gegna mikilvægu menningarhlutverki með fjölbreyttri útgáfustarfsemi.“
Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins

Í stuttu máli er hér lagt til að einkavæða útgáfu námsefnis.

Bókaútgefendur og bóksalar eiga greinilega sinn hagsmunagæslumann í stjórnarliðinu eins og aðrir.

Endurreisn sjálfstæðisflokksins gengur vel

Frá kosningunum 2013 hefur ráðherrum fjölgað úr 8 í 11. Af 11 ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar koma 9 þeirra  úr sjálfstæðisflokknum eða hafa verið þar nýlega. Tveir ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar sátu í Hrunstjórninni fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Af 8 nefndarformönnum koma 7 úr sjálfstæðisflokknum eða hafa verið þar nýlega. Forseti Alþingis kemur úr röðum sjálfstæðisflokksins.
Í lok ágúst mátti lesa þetta á vinsælu bloggi af Amarósvæðinu: „Það hljómar kannski sem öfugmæli en góður árangur Viðreisnar í kosningunum í haust er kannski eini raunhæfi möguleiki sjálfstæðisflokksins þegar til lengri tíma er litið til að ná aftur fyrri styrk.“
Það má segja að endurreisn sjálfstæðisflokksins hafi gengið betur og hraðar fyrir sig en nokkur þorði að óttast.

Íkorninn hefur skýr markmið

Það hefur oft betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika en að ryðjast áfram af krafti og með látum. Við fyrstu sýn er bjarndýrið tignarlegt, vöðvastælt og kraftmikið dýr en það kemst ekki á efstu toppa trésins. Við fyrstu sýn virðist íkorninn hlaupa stefnulaust fram og til baka eins og vitstola einfeldningur en það er ekki heldur svo einfalt. Íkorninn hefur skýr markmið, hann er að safna forða fyrir veturinn og öll hans taugaveiklunarlega iðja þjónar því markmiði.“
Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar

Bjarna er ekki trúandi

Skýrsla starfshóps fjármálaráðherra um aflandsfélög og áhrif þeirra er afar athyglisverð, svo ekki sé nú meira sagt, og á hún  fullt erindi við almenning. Það er því algjörlega óásættanlegt að fjármálaráðherra, sem sjálfur tók þátt í aflandsbraski, hafi haldið henni leyndri í tæpa 4 mánuði, jafnvel lengur.

Því auðugri þeim mun líklegri til skattsvika

„Algengt var að stjórnarmenn, forstjórar eða þeir sem áttu samkvæmt samningi rétt á að kaupa hlutabréf á fyrirfram ákveðnu gengi færðu þennan rétt sinn til aflandsfélaga. Markmiðið með því var að hlutabréf færu á sem lægstu gengi frá Íslandi og inn í aflandsfélagið, en þannig mátti komast hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði síðar meir sem og tekjuskatt af viðkomandi kauprétti.“
Skýrsla fjármálaráðuneytisins um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Ólundarstjórn

Mér er til efs að áður hafi verið mynduð ríkisstjórn hér á landi af jafn miklu áhugaleysi og sú sem nú er í smíðum. Það virðist hreinlega ekki nokkur maður vera ánægður með afurðina. Það vekur athygli að formenn flokkanna þriggja halda spilunum þétt að sér og forðast að upplýsa bakland sitt um þróun mála. Lengst í því gengur þó formaður sjálfstæðisflokksins sem mætir ýmist einn í stjórnarmyndunarviðræðurnar eða með aðstoðarmann sinn með sér.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS