Ekki einkamál ráðherra

„Það er miður að ótímabær umræða fór af stað áður en þessar upplýsingar lágu fyrir með þeim óþægindum fyrir alla sem það hefur í för með sér fyrir hlutaðeigandi.”
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra

12 pólitískir dagar

Að meðtöldum deginum í dag eru 12 dagar eftir af starfsáætlun Alþingis að meðtöldum nefndar- og þingflokksfundardögum. Þetta er tíminn sem ríkisstjórnin hefur til að koma málum sínum í gegnum þingið. Þetta er líka sá tími sem stjórnarandstaðan hefur til að knýja fram nauðsynlegar breytingar á stefnu stjórnarinnar og/eða koma í veg fyrir að skaðleg mál hennar nái fram að ganga.

12 dagar eru langur tími í pólitík.

 

Sjávarútvegurinn til fyrirmyndar

„Kvótakerfið er sennilegast eitt stærsta skref í umhverfismálum sem stigið hefur verið, hvort sem andstæðingar þess vilja viðurkenna það eða ekki.“
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar (bls. 6)

Segir sig sjálft

„Ég er ekki sam­mála niður­stöðunni, enda var ég að fylgja minni sann­fær­ingu …“
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómgreind formanns sjálfstæðisflokksins sé ábótavant. Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við vinnulag og verklag ráðherrans. Kærunefndin segir að landslög standi ofar persónulegu mati formanns sjálfstæðisflokksins og sannfæringu.
Það er litlu við þetta að bæta.
​Segir sig eiginlega sjálft.

Ráðherra vegur að sjálfstæði Seðlabankans

„Nefndin ætti að taka á sig rögg núna í maí og lækka vextina myndarlega. Hún getur alltaf hækkað þá aftur næst, ef henni finnst viðbrögð hagkerfisins of ofsafengin.“

Lítið mál ef viljinn er til verksins

Ríkisstjórn sjálfstæðisflokks, viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur á fyrstu hundrað dögum sínum náð að skrá sig á spjöld sögunnar sem versta ríkisstjórn lýðveldisins. Á þessum tíma hafa ráðherrar hennar og fylgdarlið gengið sérhagsmunum blygðunarlaust á hönd á kostnað almannahagsmuna. Ríkisstjórnin og hennar lið virðast staðráðin í að knésetja velferðar- og menntakerfið í landinu. Heilbrigðiskerfið á Íslandi er að hruni komið á sama tíma og ráðherrar berja sér á brjóst og hæla sér yfir einum mesta hagvexti sem mælist í heiminum. Auðmönnum og stórfyrirtækjum er komið undan því að greiða sanngjarnan hlut í samneysluna. Mörg þúsund Íslendingar búa við sára fátækt. Ungt fólk á ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði eða leiguhúsnæði án foreldraaðstoðar.

Laxeldi í Ólafsfirði

Ólafsfjörður hefur alla tíð verið talinn mjög erfiður veðurfarslega séð. Þannig var Héðinsfjörður talinn betur til sjósóknar fyrr á síðustu öld ekki síst vegna þess að auðveldara var að lenda þar bátum en í Ólafsfirði. Það er erfitt að athafna sig á firðinum í vetrarveðrum og fjörðurinn er oft ófær skipum. Skip hafa margsinnis þurft að flýja höfnina vegna veðurs eða vondrar veðurspár. Dögum saman þverbrýtur Ólafsfjörð í vetrarveðrum og er þá ófær öllum skipum.
Mér er það hulin ráðgáta að Ólafsfjörður sé nú talinn draumastaður fyrir laxeldi í sjó þó ekki væri nema af þessum sökum.
Mengun af 10 þúsund tonna framleiðslu af laxi í sjó er talin vera á við mengun í 150 þúsund manna byggð. Það þarf 4-5 kíló af fóðri til að búa til eitt kíló af laxi. Það er ekki deilt um hvort laxeldi í sjó hafi neikvæð umhverfisáhrif heldur greinir menn á um hversu mikil þau eru.

Hin eilífa rússíbanareið

„En að lokum mætti samt minna á það, að það stendur upp á stjórn­mála­stétt­ina að skýra það, hvers vegna þessi heima­til­búna rús­sí­ban­areið geng­is­sveiflna er góð og skyn­sam­leg.“ 

Grandafrumvarp Þorgerðar Katrínar

Ef einhvers staðar eru til á einum og sama staðnum gögn um stjórn fiskveiða, tillögur að breytingum, nefndarálit, sýn innlendra sem erlendra sérfræðinga á sjávarútveginum frá öll áttum – þá er það í ráðuneyti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Tvíhöfðanefndir, auðlindanefndir, endurskoðunarnefndir, sáttanefndir og hvað svo sem allar nefndirnar hafa heitið sem  gert hafa tillögur að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Allt er þetta til. Ný nefnd mun engu bæta við það sem fyrir er.

Íslenskara en kæstur hákarl

Það er eitthvað fallegt við þessa fléttu. Vinalegt og ærlegt.
Tveir frændur og Garðabærinn.
Íslenskara en kæstur hákarl.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS