Lýsandi vörn fyrir glataðan málstað

Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður framsóknarflokksins, setti þessa færslu (sjá mynd) inn á feisbúkksíðu sína eftir að ég tók skattaskjólsmál þáverandi forsætisráðherra og flokksbróður hans upp á Alþingi vorið 2016. Það leiddi síðan til þess að ríkisstjórnin féll, boðað var til kosninga og framsóknarflokkurinn rifnaði í tætlur.
Af öllu því rugli sem þetta lið sendi mér af þessu tilefni þykir mér einna vænst um færslu Karls. Hún er svo lýsandi fyrir þann glataða málstað sem þetta lið var að verja.
Svo hefur hún líka elst svona svakalega vel.