Andlegur skyldleiki með okkur Brynjari

Brynjar Níelsson á það til að lenda á milli tannanna á fólki eins og fleiri reyndar. Oft verðskuldað. Eins og fleiri.
En Brynjar er einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. Hann er hreinn og beinn, skýr í framsetningu, talar yfirleitt af þekkingu um þau mál sem hann tjáir sig um, tekur heildarhagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni, lætur sig litlu varða um hvað öðrum finnst um hann og tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Líklega verður við Brynjar þó seint sammála í pólitík. Til þess er hann of þver.
En ég finn til andlegs skyldleika með meistara Brynjari.

Sumarið er hættulegt lýðræðinu

Sumarið er háannatími í ríkisstjórnarliðinu við lokafrágang fjárlagafrumvarps og annarra stórra stefnumótandi lagafrumvarpa. Það er einmitt núna á þessum dögum sem stjórnarliðið er að leggja lokahönd á sín hjartans mál í friði fyrir stjórnarandstöðunni og fjölmiðlum. Skortur á pólitískri umræðu ýtir undir öfga eins og sjá má á niðurstöðum skoðanakannana sem sýna sjálfstæðsflokkinn og þjóðernispoppúlista styrkja stöðu sína meðal almennings.
Langt sumarfrí Alþingis og lítil pólitísk umræða er hættuleg lýðræðinu.

Áhyggjuefni

Sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, hefur kannski ekki sama efnahagslega vægi og fyrir Ísland og áður. En mikilvægi sjávarútvegsins er þó stórlega vanmetið. Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverjir virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana. Margir þeirra láta sér nægja að henda af og til fram illa rökstuddum fullyrðingum um svik og pretti innan íslensks sjávarútvegs.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því.

Liggja sáttir á launameltunni

Miklar afturvirkar launahækkanir æðstu embættismanna eru frekar regla en undantekning. Nú, líkt og fyrr, renna þær nokkuð fyrirhafnarlaust í gegn. Þingmenn fengu ríflega launahækkun daginn eftir Alþingiskosningarnar sl. haust. Margir þeirra brugðust illa við og þóttust ætla að gera eitthvað í málinu. Það rann af þeim flestum á fyrsta útborgunardegi.

Lítill ylur í Twitter færslum Viðreisnar

Niðurlægingu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn virðast engin takmörk sett. Ráðherrar og þinglið sjálfstæðisflokksins hika ekki við að ganga gegn samstarfsflokkunum detti þeim það í hug. Enda er fyrirstaðan ekki mikil, sjálfsvirðing og sjálfstraust að engu orðin hjá litlu flokkunum.

Man einhver eftir Icesave?

Skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kosti og galla þess að aðskilja viðskipta- og fjárfestingastarfsemi bankanna er ágætt innlegg í umræðuna um framtíðarfyrirkomulag bankakerfisins. Sjálfur hallast ég að því að ráðlegra sé að setja fjárfestingarstarfseminni þröngar skorður frekar en að banna hana.
Ég sakna hins vegar umfjöllunar um samspil innlendrar og erlendrar starfsemi bankanna og þá í þá veru hvort rétt sé að halda henni aðskilinni sem ég tel að gæti verið þörf á að gera.
Man einhver eftir Icesave?

Ekkert annað en skandall

„Stjórn Framtakssjóðsins og starfsmenn hans eru meðvitaðir um þá ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa fjármunum lífeyrissjóðanna, sem eru almannafé. Markmið reglnanna er að stuðla að góðum starfsháttum og samskiptum.“
Úr siða- og samskiptareglum um Framtakssjóðs Íslands.

Gleðilega hátíð sjómenn!

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra um land allt gleðilegrar hátíðar á sjómannadaginn.

Gott ár hjá Síldarvinnslunni

Heildartekjur Síldarvinnslunnar og dótturfyrirtækja á árinu 2016 námu 18,4 milljörðum og gjöldin 13 milljarðar. Síldarvinnslan hagnaðist um 5,1 milljarð króna á síðasta ári. Fyrirtækið hélt áfram að fjárfesta í sjávarútvegi, líkt og gert hefur verið mörg undanfarin ár (dæmi – dæmi – dæmi - dæmi) og námu fjárfestingar Síldarvinnslunnar á síðasta ári um 2,6 milljörðum króna.

Stjórnarflokkarnir

Það hefur verið sagt að í þessari þriggja flokka ríkisstjórn séu bara tveir flokkar, þ.e. sjálfstæðisflokkurinn. Það er ekki alveg óvitlaust.
Ríkisstjórnarflokkar skuldbinda sig til samstarfs á grundvelli samkomulags þeirra á milli, stjórnarsáttmála. Það má því segja að flokkarnir setji eigin stefnu til hliðar um stund í skiptum fyrir sáttmálann. Þannig er þetta að öllu jöfnu en á ekki við um núverandi ríkisstjórnarflokka nema að hluta til. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa vissulega tekið upp nýja stefnu á grundvelli samkomulags við sjálfstæðisflokkinn en sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu í öllum stærstu málum.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS