Óboðlegt

  Ég hef ekki keyrt um á nagladekkjum í meira en 20 ár. Hef þó búið á snjóþungu svæði og þurft að ferðast um fjallvegi á veturna. Nagladekk eru óþörf að mínu mati og það sem verra er  eru þau skaðleg umhverfinu. Þau tæta upp malbikið svo að það liggur meira og minna laust í yfirborðinu, dreifist um undan akstri, skaðar fólk og veldur tjóni.

Það sem Óttarr meinti

„Það er bara spurning um peninga af því að allar hreyfingar í svona stóru kerfi kosta svo mikið. Þannig að þetta verður að gerast að einhverju leyti í bútum en planið er að setja einhvers konar X ára langa áætlun um hvernig við bara keyrum þetta kerfisbundið niður.“
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra

Það sem Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er raunverulega að segja er þetta:
Það  stendur ekki til að setja nýjar tekjur í heilbrigðiskerfið heldur að hreyfa peninga til innan kerfisins, frá einum stað til annars. Það er engin áætlun í gangi, ekkert plan heldur á að spila með heilbrigðiskerfið í bútum frá degi til dags.

Það er m.a. af þessum ástæðum afar brýnt að koma þessari grímulausu hægristjórn frá sem allra fyrst.
Allt pólitísk starf stjórnarandstöðunnar verður að miðast að því marki.

Það sem Jón meinti

„Taka verður gjald af ökumönnum ef fjármagna á nauðsynlegar vegaframkvæmdir. Þetta segir samgönguráðherra. Til skoðunar er að taka gjald af þeim sem aka út af höfuðborgarsvæðinu.“
Jón Gunnarsson samgönguráðherra.

Það sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra er raunverulega að segja er þetta:
Það stendur ekki til að færa markaða tekjustofna til vegamála upp til verðlags. Það stendur ekki til að auka tekjur til að ráðast í mikilvægar vegaframkvæmdir. Það á að ráðast í víðtæka einkavæðingu á vegakerfinu, gjaldtöku og einkaframkvæmdir.

Það er m.a. af þessum ástæðum afar brýnt að koma þessari grímulausu hægristjórn frá sem allra fyrst. Allt pólitískt starf stjórnarandstöðunnar verður að miðast að því marki.

Mynd: Styrmir Kári

Margt líkt með skyldum

„Í áfangaskýrslu verði úttekt á eignum ríkissjóðs og annarra ríkisaðila, þar á meðal jörðum og öðrum fasteignum og beinum og óbeinum eignarhlutum í fyrirtækjum, hvort sem er í formi hluta- eða stofnfjár eða með öðrum hætti. Sérstaklega verði tilgreind fyrirtæki sem eru beint eða óbeint í meirihlutaeigu ríkissjóðs eða annarra ríkisaðila.“
Tillaga til þingsályktunar um stórfellda einkavæðingu.

Spurning um hæfi

Jón Gunnarsson ráðherra er þekktur fyrir að ganga erinda þeirra sem kosta hann til þings. Bæði formaður og varaformaður atvinnuveganefndar eru styrktir til þings af hagsmunaaðilum sem þeir eru þekktir fyrir að tala fyrir.

Allt samkvæmt bókinni

Það er í lagi að nýta náttúrufyrirbæri eins og það sem varð til þarna (Bláa lónið) - og hefði auðvitað aldrei staðist umhverfismat miðað við nútímakröfur - að nýta það í viðskiptalegum tilgangi og taka fyrir það gjald.“
Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins.

Menn eða mýs?

Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara og landsliðsmanni í Teakwondo, var vísað úr vél WOW í gær og meinað að ferðast til Bandaríkjanna á grundvelli þess að hann fæddist í Íran. Það er sem sagt að gerast á Íslandi að fólk er leitt út úr íslenskum flugvélum að kröfu erlends ríkis sökum þess hvaðan það er upprunnið.
Þetta er algjörlega óboðlegt og óhugnanlegt í alla staði.

Þarfnast frekari skýringa

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast sem dregur úr tekjum sjávarútvegsins rétt eins og annarra útflutningsgreina. Breski markaðurinn, sem er mjög stór í sjávarútveginum, hefur gefið verulega eftir í kjölfar Brexit. Það er útlit fyrir mjög lélega loðnuvertíð. Ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að hækka veiðigjöld í sjávarútvegi.
Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði fjármálaráðherra að auðlindagjöld í sjávarútvegi muni tvöfaldast í ár miðað við síðasta ár, úr rúmum 4 milljörðum í 9 milljarða. Hann útskýrði hins vegar ekki hvernig það ætti að gerast.
Þetta þarfnast frekari útskýringa.

 

Hégóminn er harður húsbóndi

Stjórnarliðar stýra öllum nefndum þingsins. Það er óvenjulegt og ekki í anda laga um þingsköp Alþingis sem breytt var árið 2011 með það að markmiði að auka vægi minnihlutans á þingi hverju sinni.
Hégómi er meginástæðan fyrir því að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að fara fram með þessum hætti. Stjórnarliðar, sérstaklega þó þingmenn sjálfstæðisflokks, eru hégómafullir og leggja mikið upp úr titlum og vegtyllum hvers konar. Þeim þykir gott að geta skreytt sig með nefndarformennsku. Sér í lagi þeim sem ekki fengu ráðherraembætti.

Segðu mér hverjir eru vinir þínir ...

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra verður einn aðalræðumanna á ráðstefnu ACRE sem haldin verður í Brussel á miðvikudaginn í næstu viku.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS