Þvílík háðung! Þvílík skömm!

Það eru kannski reiknanlegar líkur á því að meirihluti fjárlaganefndar verði jafn illa skipaður aftur og hann er nú. En það er mjög ólíklegt að það geti gerst.

Hárrétt hjá félaga Kára!

Það má finna athyglisverða grein eftir Kára Stefánsson á visi.is um heilbrigðiskerfið, ekki síst Landspítalann. Í greininni (sem ég er að stærstum hluta sammála) segir Kári m.a.: „Það er líka athyglisvert að hungurvandi heilbrigðiskerfisins á ekki rætur sínar í hruninu. Hann byrjaði 2003 og minnkun á fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu sem hlutfall af landsframleiðslu var hraðari frá 2003 og fram að hruni en eftir hrun. Þetta gerðist á þeim tíma sem þjóðirnar í kringum okkur voru allar að auka fjárfestingu í heilbrigðiskerfum sínum. Hörmungarástand heilbrigðiskerfisins í dag er því ekki afleiðing hrunsins heldur pólitískrar ákvörðunar sem tekin var á Alþingi í miðju góðæri.“

Hvað þarf til að stoppa þetta fólk?

Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA skrifaði sl. vetur grein um fjárhagsvanda skólans sem vakti mikla athygli. Í greininni segir m.a.: „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að svona getur þetta ekki gengið öllu lengur og þegar staðan er farin að bitna á námi nemenda finnst mér að þar með séum við komin algjörlega upp að vegg.“
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hægriflokkanna sagðist hafa skilning á stöðu skólans en lét að öður leyti ekki ná á sér né svaraði skólameistaranum um hvort til stæði að gera eitthvað í málinu.

Ólíkt hafast þær að frændþjóðirnar

Norskir fjölmiðlar eru duglegir að fjalla um Panamaskjölin og þess er krafist að menn axli ábyrgð á því að hafa falið fé sitt í erlendum skattaskjólum.
Á Íslandi velja kjósendur framsóknarflokksins heimsþekktan Tortóling til forystustarfa.
Ólíkt hafast þær að, frændþjóðirnar.

Ekki bara enn einn Vigdísar og Guðlaugsbrandarinn

Fimm þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa nánast borið landráð upp á fjölda fólks. Þar er um  sérfræðinga og embættismenn að ræða sem margir hverjir gegna enn embættum á vegum ríkisins og í stjórnarráði Íslands. Aðrir í öðrum ábyrgðarstörfum í samfélaginu. Tveir þeirra sem bornir hafa verið sökum hafa stigið fram og tjáð sig um ásakanirnar, Jóhannes Karl Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfræðingur.
En hvaða fólk er þetta sem fimmmenningarnir í fjárlaganefnd bera svo þungum sökum?

Látum þá axla ábyrgðina þann 29. október!

Sigurður Ingi Jóhannsson (framsókn), þáverandi atvinnuvegaráðherra, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra (sjálfstæðisflokkur) skrifuðu undir nýjan búvörusamning við bændur í febrúar á þessu ári. Eftir að Sigurður Ingi tók að sér hlutverk forsætisráðherra kom það í hlut Gunnars Braga Sveinssonar, nýs atvinnuvegaráðherra (framsókn), að búa samninginn til þinglegrar meðferðar. Í þinginu var Jóni Gunnarssyni, formanni atvinnuveganefndar (sjálfstæðisflokkurinn), falið að keyra málið í gegn sem hann gerði skammlaust. Það voru sem sagt tveir stjórnmálaflokkar sem komu að málinu fyrir hönd ríkisins, framsókn og sjálfstæðisflokkur.

Niðurskurður hjá Akureyrarbæ

Samkvæmt viðauka fyrir fjárhagsárið 2016 sem lagður var fram í bæjarráði Akureyrar fyrr í dag verður skorið niður í rekstri bæjarins um 317.731 milljón það sem eftir er árs (bls. 10). Þriðjungurinn af þeim niðurskurði mun lenda á fræðslu- og félagsþjónustu bæjarins. Niðurskurðurinn í fræðslumálum er að stórum hluta falinn í uppsögnum skólaliða en samkvæmt tillögunum munu 5 úr þeim hópi missa vinnuna. Það þarf vart að nefna það að um er að ræða starfsfólk bæjarins á lægstu launum. Dregið verður úr afleysingum á leikskólum og önnur almenn þjónusta skert (bls. 12).
Niðurskurður í félagsþjónustu bæjarins felst nánast eingöngu í að draga úr launakostnaði með því að lækka yfirvinnu og/eða uppsögnum (erfitt að átta sig á því) og að skerða þjónustu við íbúa (bls. 11).

Forseti Alþingis á að verja þingið

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gerði á sínum tíma sendibréf Víglundar Þorsteinssonar að sérstöku þingmáli. Víglundur hélt því fram að stór hópur fólks, embættismanna, stjórnmálamanna og lögmanna innanlands sem utan hefði bæði blekkt þjóðina og svikið hana um mörg hundruð milljarða króna. Þrátt fyrir að augljóst væri að um tóma vitleysu var að ræða tók Einar Kristinn þetta upp á sína arma í krafti embættis síns og vísaði bréfi Víglundar til rannsóknar í þingnefnd. Niðurstaða þingnefndarinnar kom ekki á óvart.

Meirihluti þingsins studdi ekki mál sem þó var samþykkt!

Fyrir nokkru var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt á Alþingi. Innan við helmingur þingmanna greiddi málinu atkvæði sitt. Í áætluninni felast ekki skuldbindingar um fjárútlát af hálfu Alþingis heldur fyrst og síðast sýn stjórnvalda á rekstur ríkisins í nánustu framtíð. Komandi þing og ríkisstjórnir eru því ekki skuldbundnar til að fylgja áætluninni og munu vonandi ekki gera það.

Tækifærin sem Hrunið færði okkur

Meirihluti fjárlaganefndar er skipaður þeim Vigdísi Hauksdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Valgerði Gunnarsdóttur, Haraldi Benediktssyni, Ásmundi Einari Daðasyni og Páli Jóhanni Pálssyni. Svo virðist sem þau hafi öll sex komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu  að vinstristjórnin hafi klúðrað öllum þeim stórkostlegu tækifærum sem fólust í Hruninu.
Það er nú eitthvað!

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS