Hvað svo?

Þingmenn eiga að sjálfsögðu að fá útlagðan kostnað vegna starfs síns endurgreiddan. Þingið á að sjálfsögðu að sjá þingmönnum sem ekki búa á starfssvæði þingsins fyrir húsnæði. Þingmenn eiga ekki frekar en aðrir að verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna sem slíkir.

Pólitísk leiðindi

Síðustu fjörutíu árin eða svo hef ég haft brennandi áhuga á stjórnmálum. En nú er ég við það að missa áhugann. Ég held ég viti hvers vegna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur siglir nokkuð lygnan sjó. Það ríkir góð stemning innan stjórnarflokkanna og Katrínu virðist fara það vel að leiða hópinn. Það ríkir breið þverpólitísk sátt meðal kjósenda með ríkisstjórnina eins og ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum. Þjóðinni líður vel með ríkisstjórnina sína.

Frábær Gísli Marteinn!

Mikið asskoti er Gísli Marteinn orðinn góður sjónvarpsmaður. Ég hafði eiginlega aldrei hugsað út  í það eða haft á því skoðun fyrr en síðastliðið föstudagskvöld þegar ég horfði á þáttinn hans á RÚV. Hann er kominn í sama klassa og Gestur Einar, Margrét Blöndal, Óli Palli, Lísa Páls, Leifur Hauks, Svanhildur Jakobsdóttir, Hemmi Gunn og allir hinir sem hafa gert líf okkar hinna skemmtilegra í gegnum útvarp og sjónvarp síðastliðna áratugi. Vonandi á hann eftir að halda lengi áfram að þjóna okkur með þáttum sínum á RÚV.

Mikill stuðningur þvert á flokka

Það er ánægjulegt að sjá hve stór hluti þjóðarinnar styður ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þrátt fyrir að stuðningur við stjórnina dragist örlítið saman lætur nærri að þrír af hverjum fjórum kjósendum styðji hana. Samkvæmt því er u.þ.b. fimmti hver kjósandi stjórnarandstöðunnar í stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Vandræðamál í kringum dómsmálaráðherra virðast ekki hafa mikil áhrif á vinsældir stjórnarinnar þrátt fyrir að eðlilega sé hamast á því máli dag eftir dag af stjórnarandstöðunni.

Full ástæða til að hafa áhyggjur

Umrótið innan verkalýðshreyfingarinnar virðist annað tveggja eiga rætur sínar að rekja til persónulegrar afstöðu formanns VR til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og hins vegar til þeirra sem telja að kenna megi forystufólki verkalýðshreyfingarinnar, um bág kjör launafólks. Það er síður en svo nokkuð við það að athuga að forystuskipti verði hjá stéttarfélögum af og til en sé það á þessum forsendum verða undirstöður verkalýðshreyfingarinnar fljótt veikar. Það er áhyggjuefni að hlýða á málflutning þeirra sem telja að besta leiðin til að bæta kjör launafólks sé að hluta verkalýðshreyfinguna niður og reka stéttabaráttu á grunni persónulegrar óvildar í garð þeirra sem fyrir eru.

Takk fyrir mig!

Árið 2017 var fjórða árið í sögunni þar sem engin banaslys urðu á sjó  við Ísland og slysum á sjó  fækkaði um 37% frá árinu á undan.

Vinstri græn í klemmu

Það er ekki óvarlegt að ætla að dagar Sigríðar Á. Andersen í embætti dómsmálaráðherra séu senn taldir. Trúverðugleiki hennar er þegar verulega laskaður og fátt sem bendir til þess að það muni lagast í bráð.
Það er eðlilegt að andstæðingar ríkisstjórnarinnar beini spjótum sínum að Vinstri grænum vegna dómsmálaráðherrans þó svo að hann komi úr öðrum flokki. Það myndi ég líka gera í þeirra sporum. Hvorki sjálfstæðisflokkur né Framsókn munu haggast vegna málsins enda vanir að sitja undir gusum af þessu tagi, ólíkt Vinstri grænum. Vinstri græn eru að auki leiðandi við ríkisstjórnarborðið og bera ábyrgð á stöðu stjórnarinnar sem slíkir umfram aðra flokka.

Davíð sjötugur

Ég sé að margir hafa notað tækifærið til að gera lítið úr Davíð Oddssyni á internetinu í dag í tilefni sjötugsafmælis hans. Það finnst mér óþarfi, næg eru tilefnin til þess utan þessa dags. Davíð er þrátt fyrir allt einn fyrirferðarmesti og jafnframt umdeildasti stjórnmálamaður sögunnar og pólitísk arfleið hans mun vara um langa hríð. Margt af því reyndar ekki til góðs fyrir land og þjóð að mínu mati.
Vonandi hefur dagurinn verið honum og hans fólki ánægjulegur.

 

 

Mynd: Pressphoto.biz

Árni Páll til liðs við stjórnina?

Það var áhugavert að hlusta á Árna Pál Árnason, fyrrverandi formann Samfylkingarinnar, ræða um Brexit í Silfrinu í morgun (byrjar á 55:40). Árni Páll býr yfir ágætri þekkingu á því máli sem og öðru sem snýr að samstarfi landa Evrópu. Umfjöllun hans um málefni Brexit sem og ESB almennt er trúverðug eins og heyra mátti í morgun og kom einnig fram í ágætum greinaflokki hans um áhrif Brexit á Ísland sem hann sendi frá sér undir lok síðasta árs.

Strákarnir okkar

Fyrir stuttu gaf Reykjavíkurborg út bæklinginn „Kynlegar tölur“. Þar kemur m.a. fram að 40 einstaklingar sviptu sig lífi á síðasta ári, þar af 36 karlar. Þetta hefur ekki fengið mikla umfjöllun, ekkert frekar en oft áður. Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lengi verið með því hæsta í heiminum (sjá t.d. hérhér og hér ) og er því miður enn.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS