Jöfnuður, velferð, sjálfbærni.

„Margir stjórnmálamenn vilja hvorki skilgreina sig til hægri né vinstri. Þá er hættan sú að þeir skili auðu þegar kemur að stóru úrlausnarefnunum framundan þar sem baráttan um auðlindir mun harðna og skipting gæðanna verður æ stærra viðfangsefni.“
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.

Um þetta verður næsta ríkisstjórn mynduð.

Fjárlagafrumvarp næsta árs verður lagt fram á Alþingi á morgun. Stjórnendur Landspítalans hafa verið upplýstir um hvað þeirra bíður í frumvarpinu og hafa þegar ákveðið að leita til heilbrigðisráðherra eftir tillögum um niðurskurð í rekstri spítalans. Framhaldsskólarnir eru enn sveltir líkt og verið hefur, rétt eins og háskólarnir og skólakerfið allt.

Menntun þingmanna

Það getur verið snúið að átta sig á menntun þingmanna. Opinberar upplýsingar um menntun nokkurra þeirra eru af skornum skammti og síðan eru margir þeirra með fjölbreytt nám að baki sem gerir erfiðara en ella að skipa þeim á einn sérstakan stað.
En …
Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir og má m.a. finna á heimasíðu Alþingis og víðar er þetta samt nokkurn veginn svona:
Flestir þingmenn eru með lögfræðipróf eða 14 alls. Næst á eftir koma kennaramenntaðir, samtals 8 og þar á eftir 6  þingmenn með viðskiptafræðimenntun.
Þetta er talsverð breyting frá því sem var á fyrra kjörtímabili þegar kennarar voru um fimmtungur þingmanna, lögfræðingar þar á eftir og síðan viðskiptamenntaðir þingmenn.
Ítreka fyrirvara á nákvæmni upplýsinga enda er þetta nú meira til gamans gert en hitt.

 

Ríkisstjórn um velferðarmál og jöfnuð

Það er hægt að lesa margt úr niðurstöðum kosninganna ef lagst er yfir það.
Dæmi:
Nokkrir flokkar lögðu í kosningabaráttunni mesta áherslu á umfangsmiklar og hraðar kerfisbreytingar. Viðreisn, Björt framtíð og Píratar byggðu sem dæmi kosningabaráttu sína á kerfisbreytingum í sjávarútvegi, landbúnaði, efnahagsmálum. Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn stóðu hins vegar og skiljanlega á móti öllum kerfisbreytingum.
Í kosningabaráttunni lögðu Vinstri græn mesta áherslu á uppbyggingu í heilbrigðis- og velferðarkerfinu og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Samfylkingin var á svipuðum nótum í bland við kerfisbreytingar í átt við það sem hinir flokkarnir stóðu fyrir.
Með þetta í huga má segja að kerfisvarnarflokkarnir tveir hafi fengið 29 þingmenn, kerfisbreytingarflokkarnir þrír 21 þingmann og velferðarflokkarnir tveir 13 þingmenn.
Þetta er auðvitað mikil einföldun eins og allir sjá.

Hvaðan koma þingmennirnir?

Á meðan beðið er eftir nýrri ríkisstjórn er gaman að grufla aðeins út í úrslit kosninga og samsetningu nýja þingsins. Hvaðan koma þingmennirnir og hvar búa þeir?
Samkvæmt vef Alþingis er þetta nokkurn veginn svona:
Af 21 þingmanni sjálfstæðisflokksins eru 14 af höfuðborgarsvæðinu á móti 7 af landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Vinstri grænna koma 8 af höfuðborgarsvæðinu á móti tveimur sem búa á landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Pírata koma 8 af höfuðborgarsvæðinu og tveir af landsbyggðunum.
Af 8 þingmönnum framsóknarflokksins koma 3 af höfuðborgarsvæðinu og 5 af landsbyggðunum.
Allir þingmenn Viðreisnar koma af höfuðborgarsvæðinu.
Allir þingmenn Bjartrar framtíðar eru af höfuðborgarsvæðinu.

Fáir valkostir í stöðunni

Það eru ekki margir valkostir á myndun meirihlutastjórnar. Í grófum dráttum verður það annaðhvort ríkisstjórn fimm flokka án sjálfstæðisflokksins – eða stjórn með sjálfstæðisflokki. Þannig urðu einfaldlega úrslit kosninganna.
Ríkisstjórn fimm flokka sem felur í sér málamiðlanir þeirra á milli um svo til öll mál stór og smá. Ríkisstjórn með sjálfstæðisflokki býður upp á allt frá ískaldri hægristefnu yfir til blöndu frá báðum pólum, allt eftir því hvernig hún yrði saman sett.
Það er engin vinstristjórn í spilunum.
En það er talsverð hætta á grjótharðri hægristjórn með skelfilegum afleiðingum.

Hnútar

Sjómenn þekkja vel gildi góðra hnúta. Það á svo sem við um fleiri stéttir. Það er aðallega tvennt sem þarf að hafa í huga varðandi hnúta. Í fyrsta lagi að þeir haldi því sem þeir eiga að gera, renni hvorki til við átök né að álagspunktarnir veiki þá. Í öðru lagi og ekki síður mikilvægt er að auðvelt sé að losa þá þegar á þarf að halda í stað þess að skera verði á þá.
Þetta þurfa þeir sem hnýta hnúta að hafa í huga umfram annað.

Traust

Pólitískt samstarf snýst í grunninn um þrennt:
1. Fjölda þingmanna til að þoka málum áfram
2. Málefnalega samstöðu
3. Traust

Mikilvægast af þessu er traustið.

Undir yfirborðið

Magnús Halldórsson, ritstjóri Kjarnans, skrifar ágæta grein um efnahagsmál á vef Kjarnans í dag. Í greininni vísar hann til Peningamála Seðlabankans þar sem lýst er góðum gangi í efnahagslífinu þar sem hagsvöxtur er góður og vöxtur þjóðarútgjalda meiri en verið hefur í áratug. En Magnús er enginn kjáni. Hann bendir réttilega á að í miðri uppsveiflunni berist neyðaróp úr samfélaginu vegna skorts á peningum til rekstrar á grunnþáttunum. Það muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef ekki verður brugðist við. Magnús bendir einnig á að það verði að kafa undir yfirborðið til að átta sig á því hvað raunverulega er að gerast í efnahagsmálum landsins.
Skoðum aðeins stöðu ríkissjóðs.

Mokveiði

 Lengi hefur verið deilt um vigtun á fiski eins og sjá má í þessu þingskjali frá árinu 1930. Og enn eru sett lög og reglugerðir um vigtun og verða sjálfsagt þannig til framtíðar. Eitt mál síldar var 150 lítrar. Í það mál var talið að kæmust 135-140 kg af nýrri eða nýlegri síld en eitthvað meira af gamalli, kannski 150 kg plús.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS