Gæti orðið farsæl ríkisstjórn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki útiloka, að mynda ríkisstjórn með sjálfstæðisflokki og framsókn. En yrði það góð ríkisstjórn?

Nærist á völdum

Þegar Hrunstjórnin hrökklaðist frá völdum í ársbyrjun 2009 hafði, eftir því sem ég best veit, aðeins einn þingmaður úr röðum sjálfstæðismanna áður setið í stjórnarandstöðu. Það var Geir H. Haarde. Eftir kosningarnar vorið 2009 hafði enginn þingmanna Flokksins upplifað það áður að vera í stjórnarandstöðu. Fram að því höfðu þau haft greiðan aðgang að stjórnarráðinu og beina línu inn í öll ráðuneyti. Enda kunnu þau ekki að vera í minnihluta og höguðu sér samkvæmt því. Þau urðu ráðvillt og stjórnlaus. Kjörtímabilið 2009 – 2013 var líka, eftir því sem ég best veit, fyrsta heila kjörtímabilið sem sjálfstæðisflokkurinn var utan ríkisstjórnar frá lýðveldisstofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð sér á strik eftir þetta enda nærist hann á völdum og tærist án þeirra.

 

Stærsta málið

Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson sagði í Silfrinu í dag að stærsta málið í öllu stóru málunum eru efnahagsmálin í víðum skilningi og að um þau verða þau sem mynda næstu ríkisstjórn að ná saman um. Vinstrimenn hafa lengi liðið fyrir lítið sjálfstraust þegar kemur að efnahagsmálum og innan þeirra eru ekki margir sem standa klárir í umræðu um þau mál. Það er reyndar frekar skrýtið því að vinstrimenn hafa að öllu jöfnu staðið sig vel og náð góðum árangri í efnahagsmálum, oft við erfiðar aðstæður. Hægrimenn efast á hinn bóginn aldrei um ágæti sitt á þessu sviði (frekar en öðrum) þó reynslan styðji ekki við það og beri vitni um annað. Forystufólk stjórnmálaflokka má ekki koma sér undan því að ræða þetta stóra mál og útskýra stefnu flokkanna betur en gert hefur verið.
„Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur að meðaltali“ sagði Þorsteinn Pálsson í Silfrinu í dag.

Viðreisn undir hentifána

Til eru þeir sem telja það vænlegt að hafa Viðreisn með í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiðir nú. Slíkar raddir heyri ég jafnvel frá einstaka fólki innan úr Vinstri grænum. Það má benda þeim sömu á að rifja upp þennan ágæta pistil sem Ögmundur Jónasson birti á heimasíðu sinni í fyrra. Dugi það ekki til má vísa fólki á sýn núverandi ráðherra Viðreisnar á samfélagið og hvert þeir telja best að stefna með það. Undir þessi ósköp skrifa þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson sem nú reyna að selja sig sem hófsama frjálslynda miðjumenn.
Viðreisn á rætur sínar innan Samtaka atvinnulífsins og datt hægra megin út úr sjálfstæðisflokknum.

Þetta verða allir að skilja

Það er rétt nálgun hjá Katrínu Jakobsdóttur að reyna að skapa breiða samstöðu um stærstu viðfangsefni nýrrar ríkistjórnar, ekki bara milli væntanlegra ríkisstjórnarflokka heldur einnig við flokka sem munu verða utan stjórnar.

Merkilegur söfnuður

Þetta er skemmtilegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerðar eru athugasemdir við aksturpeninga þingmanns sjálfstæðisflokksins úr S-kjördæmi. Einn slíkur þótti gírugur í meira lagi árin eftir Hrun í akstri um kjördæmið og rukkaði þingið um ótrúlega háar upphæðir fyrir. Hann líkt og Ásmundur reif líka kjaft þegar gerð var athugasemd við reikninga frá honum og bætti heldur í aksturinn frekar en hitt.
Merkilegur söfnuður, þingmenn sjálfstæðisflokksins úr S-kjördæmi.

Hvaðan koma þingmennirnir?

Eftir kosningarnar 2016 velti ég því fyrir mér hvaðan þingmennirnir komu og birti þennan pistil af því tilefni. Hann vakti mismikla lukku.
Miðað við úrslit kosninganna þetta árið hefur hlutur landsbyggðar vænkast örlítið, þó ekki mikið. Af 63 þingmönnum koma nú 22 (35%) af landsbyggðunum á móti 41 (65%) af höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt bestu upplýsingum er þetta nokkurn veginn svona: 
Allir 4 þingmenn Flokks fólksins koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 8 þingmönnum Framsóknarflokks koma 6 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Af 7 þingmönnum Miðflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 2 af höfuðborgarsvæðinu.
Allir 6 þingmenn Pírata koma af höfuðborgarsvæðinu.
Af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins koma 5 af landsbyggðunum og 11 af höfuðborgarsvæðinu.

Loddaranir læsa sig saman

Þetta skrifaði ég m.a. í pistli mínum í gær um úrslit kosninganna:

„Nú liggur það fyrir að loddararnir eru sigurvegarar kosninganna með samtals 11 þingmenn. Þeir munu vafalaust snúa bökum saman nú að afloknum kosningum til að auka vægi sitt.“

Í dag gerist þetta hér.

Umhugsunarefni

Fyrir sléttum mánuði birti ég þennan pistil hér á síðunni. Nú liggur það fyrir að loddararnir eru sigurvegarar kosninganna með samtals 11 þingmenn. Þeir munu vafalaust snúa bökum saman nú að afloknum kosningum til að auka vægi sitt.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði næstum fjórðungi þingflokksins og uppskar næst verstu kosningaúrslit í sögu flokksins.
Framsókn hélt sínu sem er endurtekin versta útkoma í sögu þess flokks.
Samfylkingin tvöfaldaði ríflega þingmannafjölda sinn og fór þannig úr verstu stöðu flokksins í þá næst verstu frá stofnun.

Hvað vita útlendingar svo sem um Íslensk stjórnmál?

Þau ykkar (kjósendur og frambjóðendur) sem ýmist vilduð ekki, gátuð ekki, þorðuð eða höfðuð ekki tök á að kynna ykkur eða ræða um tilefni kosninganna í dag, þá má lesa um það í ýmsum erlendum fjölmiðlum. Hér eru nokkur dæmi um það:
New York Times
Aftenposten
Verdens gang
Aftonbaldet

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS