Hárrétt hjá Bjarna

Þetta er hárrétt greining hjá formanni sjálfstæðisflokksins.
„Ef við horfum á þetta í samhengi við það sem hefur verið gert á undanförnum árum þá var búið til nýtt sérstakt skattþrep fyrir þá sem voru með allra lægstu launin, undir 240 þúsund krónum og skattar á þá voru lækkaðir,“ segir Bjarni Benediktsson. „Síðan höfum við verðtryggðan persónuafslátt. Þeir sem sitja þá eftir eru þeir sem fengu skattahækkun, og aðgerðir okkar hafa beinst að þeim að þessu sinni.“
Það er líka rétt hjá formanninum að þessu ætlar hægristjórnin að breyta aftur og lækka skatta þar sem þeir voru hækkaðir og afnema einnig auðlegðarskattinn sem þeir allra ríkustu borga.
Þetta er í stórum dráttur munurinn á hægristjórn og vinstristjórn í skattamálum.