Engin afsökun!

Flest fólk byggir afstöðu sína til einstakra mála á gögnum og upplýsingum. Lífssýn þess er reist á rökum og það er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að vinna þeirra sýn fylgis, t.d. í kosningum.
Aðrir láta sérhagsmuni ráða för og hafa enga sérstaka sýn á lífið aðra en þá að skara eld að sinni köku.
Þó er það orðið svo einfalt að afla sér gagna og móta sér skoðanir með haldgóðum upplýsingum að það er engin afsökun að gera það ekki. Frambjóðendur leggja oft mikið á sig til að koma stefnumálum sínum á framfæri og auðvelda þannig kjósendum valið á kjördag. Þeir sem vilja t.d. kynna sér stefnumál Vinstri grænna víðs vegar um landið ættu að eiga auðvelt með það, t.d. með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Vinstri græn um land allt!