Hvernig framtíð væri það?

Þrátt fyrir að enn séu tíu dagar til kosninga eru viðræður hafnar um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Björt framtíð hefur átt frumkvæði að þeim samtölum við sjálfstæðisflokkinn, byggðum á ímynduðum kosningaúrslitum. Svipaðar hugmyndir munu vera í gangi víðar af hálfu þessarar framtíðar, m.a. á Akureyri eftir því sem heyrst hefur. Svo mikið liggur þessum nýja stjórnmálaflokki á að komast til valda að hann lætur sig hvorki varða um æru sína né sóma og virðist tilbúinn til að blanda pólitísku geði við hvern sem er í þeim tilgangi. Meira að segja sjálfstæðisflokkinn. Það væri merkilegt ef fyrstu skref Bjartrar framtíðar væru að draga sjálfstæðisflokkinn til valda þar sem því verður við komið í sveitarfélögum landsins - fyrir kosningar!

Hvernig framtíð væri það?