Breyting á reglugerð um stjórn makrílveiða við Ísland er ágætt dæmi um hvernig samtal og samvinna stjórnvalda við fólk og fyrirtæki getur skilað árangri. Í stuttu máli snýr breytingin að því að heimilt verður að geyma allt að 30% makrílkvóta á milli ára í stað 10% eins og áður var. Með þessari breytingu gefst útgerðum svigrúm til að bregaðst við afleiðingum viðskiptabanns Rússa á Ísland, m.a. með því að fresta veiðum á hluta kvótans til næsta árs. Þá verður staðan vonandi önnur og betri og auðveldara að koma makrílnum í verð.
Þetta hefðu stjórnvöld getað gert mun fyrr ef þau hefðu látið svo lítið að undirbúa sig fyrir viðskiptabannið áður en það skall á. En það gerðu þau ekki.
Betri er þó seint en aldrei.