Meiriháttar klúður hjá Bjarna Benediktssyni

Jöfnun lífeyrisréttinda hefur verið lengi til umræðu og í undirbúningi. Í grunninn er hér um gott mál að ræða sem ekki er mikill ágreiningur um í sjálfu sér. Það er því þyngra en tárum taki að fjármálaráðherra skuli hafa tekist að klúðra málinu með lagafrumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi málinu til staðfestingar. Þetta er eitt mesta klúður sem komið hefur upp á þinginu í talsverðan tíma og er þó af nægu að taka. Nýtt Alþingi mun fá það hlutverk að þrífa upp eftir formann sjálfstæðisflokksins og koma málinu í höfn í sátt við þá sem það varðar.
Það er ekki eitt heldur allt.

Mynd: Pressphoto.biz