Nú er ekki víst að sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð (DAC- flokkarnir) nái saman um myndun ríkisstjórnar. Þeir virðast þó nokkuð sammála um áherslur í mörgum stórum málum. Skoðum t.d. menntamálin til að byrja með. Hverjar yrðu áherslur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í menntamálum? Um hvað eru þessir flokkar sammála í þessum mikilvæga málaflokki og hvað aðskilur þá frá öðrum flokkum?