Ólöf Nordal hefur tilkynnt um að hún muni hverfa af vettvangi stjórnmálanna að loknu þessu kjörtímabili. Þar með hverfur enn ein konan úr framvarðarsveit Flokksins. Ólöf hefur nú stöðu væntanlegs fyrrverandi varaformanns. Með þessari yfirlýsingu dregur skiljanlega mjög úr vægi Ólafar á þingi næsta vetur enda ekki líklegt að sú sem er á útleið hafi sterka stöðu innan Flokksins.
Framundan eru átök um varaformannsstöðuna hjá sjálfstæðisflokknum. Þau munu varla komast upp með annað en kjósa konu í það embætti eftir það sem á undan er gengið.
Nema Illugi fórni sér í þetta?