Kærunefnd jafnréttismála hefur það hlutverk „… að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“
Niðurstöður kærunefndar eru endanlegar gagnvart málsaðilum en heimilt er að bera þá undir dómstóla.
Í því máli sem mest er um rætt núna eru nokkur atriði ljós. Í fyrsta lagi er ekki efast um hæfi sýslumannsins á Húsavík til að gegna áfram starfi sínu eins og hann hefur gert í nokkur ár. Í öðru lagi liggur fyrir að kærunefndin hefur úrskurðað að annar umsækjandi um starfið hafi verið hæfari sen sá sem skiðaður var og hefði því átt að fá embættið. Í þriðja lagi þá stendur ákvörðun Innanríkisráðherra og verður ekki breytt. Í fjórða lagi þarf einhvernvegin að bregðast við úrskurði kærunefndarinnar. Kemur þar tvennt helst til greina, annarsvegar að leitað sátta í málinu eða þá að annar hvor málsaðilinn leiti til dómstóla til að fá endanlega úr málinu skorið. Það verður þá væntanlega ráðherra sem það gerir þar sem hinn aðili málsins mun líkast til una niðurstöðu kærunefndarinnar.
Hafi ráðherra frumkvæði af því að leita sátta jafngildir það í raun viðurkenningu hans á því að hafa gengið gegn lögum við skipan í embættið. Ef ráðherra hefur ekki frumkvæði að sáttaumleitunum eða þá að slíkum málatilbúnaði er hafnað af hinum aðilanum er líklegast að málið komi til kasta dómstóla.
Ef dómstólar kveða upp þann dóm að ráðherra hafi gert rétt með skipan í embættið er málið þar með dautt. Ef dómur verður á annan veg verður ráðherra að mínu mati að víkja úr embætti. Það sama á við ef ráðherra leitar hvorki sátta né til dómstóla. Þetta á að mínu mati almennt við um mál af þessu tagi, óháð því hver ráðherrann er.
Öðru vísi verður áratugalangur vítahringur rangra og ólöglegra ákvarðana aldrei rofinn.