Ólík sýn á sama mál

Í dag voru haldnir tveir fundir um íslensk efnahagsmál í Reykjavík. Fyrri fundurinn var haldinn í Seðlabankanum í tilefni af vaxta ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Á þeim fundi kom það m.a. fram að efnahagsbatinn hér á landi er í samræmi við spá bankans. Jafnframt kom fram á þessum fundi að verðbólga mælist nú 3,3% og er enn á niðurleið. Að mati Seðlabankans er því engin ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða í efnahagsmálum landsins.

Síðar um daginn var haldin fundur í Þjómenningarhúsinu. Sá fundur var haldinn af formönnum hægriflokkanna sem sögðu allt aðra sögu ef sama máli. Þeirra mat var að efnahagsmálin á Íslandi væru í kalda koli og því nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða, niðurskurðar og skattalækkana.
Þessi ólíka sýn á sama mál vekur auðvitað furðu. Kannski hefur annar aðilinn hagsmuni af því að tala efnahagsmálin niður.
Það skyldi þó aldrei vera?