Ríkisstjórnin á afmæli í dag!

Ríkisstjórn Íslands á afmæli í dag. Á starfstíma sínum hefur stjórninni og einstökum ráðherrum hennar tekist með framgöngu sinni og málflutningi að fá þjóðina upp gegn sér í flestum málum. Stjórnin hafði ekki setið lengi í klukkutímum talið þegar um tvö þúsund manns stóðu fyrir utan skrifstofu forsætisráðherra og mótmæltu starfsháttum hans og stjórnarinnar. Frá þeim tíma hefur hver skandallinn af öðrum orðið til að auka á óvinsældir ríkisstjórnarinnar. Kosningaloforð hennar um stórkostlegar niðurfellingar skulda almennings voru svikin á fyrsta samkomudegi þingsins. Á fjórða tug þúsunda undirskrifta hafa nú safnast gegn áformum stjórnarinnar um að stór lækka veiðigjald í sjávarútvegi. Þingmál stjórnarinnar, flest borin upp af framsóknarflokknum, bera þess öll merki að til standi að umturna samfélaginu og hverfa aftur til þess tíma þegar leiðir þessara tveggja flokka skildu síðast. Ráðherrar beggja flokka láti sig hvorki varða um heiður sinnæru og  sumir þeirra nú þegar orðnir lausir í stólunum. Þeir ráðherrar virðast helst standa upp úr meðalmennskunni sem ekkert segja og ekkert gera.
Sé litið til þess hve miklu róti ríkisstjórn hægriflokkanna hefur komið á lífið í landinu mætti ætla að hún fagni í dag stórafmæli.
En það er langt frá því. Ríkisstjórnin er bara mánaðargömul í dag. Hún hefur starfað í 30 daga. Á þessum 720 klukkutímum sem sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn hafa stjórnað landinu hafa þeir valdið meiri usla en svartsýnustu  menn spáðu í upphafi.
Ætli verði boðið upp á tertu í stjórnarráðinu í tilefni dagsins?

Comments

Já Tertu með LÍÚ logoinu