Vonandi ekki

Grunnskólinn á að undarbúa börn fyrir lífið eftir að skóla lýkur og hjálpa þeim við að taka góðar ákvarðanir fyrir sig sjálf.
Það er fásinna að mínu mati að skylda börn með lögum til að læra forritun, fjármálalæsi eða kynjafræði (svo dæmi séu tekin) sem sérgreinar í grunnskólum.
Vonandi verður það ekki.

Myndin er fengin af heimasíðu Oddeyrarskóla á Akureyri.

Smá upprifjun á landsdómsmálinu

Vegna þessarar þingsályktunartillögu má benda á þessa stuttu samantekt um Landsdómmálið.

Ríkisstjórnin má vel við una

Fylgi stjórnmálaflokkanna virðist vera að ná jafnvægi frá kosningum. Litlar breytingar eru á milli mælinga hjá Gallup, einna helst að Vinstri græn séu að tapa þó lítið sé. Miðað við þessa könnun er stjórnarandstaðan ekki að finna til fótanna. Hún er sem fyrr of sundurtætt og ósamstíga til að höfða til kjósenda auk þess sem að standa málefnalega veik sem heild.
Bent hefur verið á að fylgi við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur minnki hraðar en hjá fyrri stjórnum. Það kann að vera rétt. Ríkisstjórnin nýtur samt sem áður stuðnings mikils meirihluta kjósenda líkt og áður og lætur nærri að einn af hverjum fimm stuðningsmanna hennar komi úr röðum stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar.
Ríkisstjórnin má því vel við una.

 

Gott ár hjá vel reknu fyrirtæki

Það hefur sjaldan þótt vel fallið til vinsælda að ræða vel um íslenskan sjávarútveg, sérstaklega þó ekki á vinstri væng stjórnmálanna. Ég hef aldrei skilið það almennilega og jafnan fengið að finna fyrir því þegar ég hef tjáð mig um greinina.
Hvað um það!
Ég hef mikið álit og áhuga á íslenskum sjávarútvegi, bæði útgerð, vinnslu og tengdum greinum. Útgerð þó sérstaklega. Síldarvinnslan hf. er eitt af mínum uppáhaldsfyrirtækjum og um það fyrirtæki hef ég skrifað af og til stutta pistla, t.d. hérhér og hér.

Merkilegur dómur

Kjarninn segir hér frá býsna merkilegu máli sem hefur fengið litla athygli. Í stuttu máli felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem hafnaði beiðni einstaklings (sem samkvæmt Kjarnanum er Gísli Reynisson) um að fram færi rannsókn á því hvort æðstu embættismenn Seðlabanka Íslands hefðu borið viðkomandi röngum sökum um refsivert athæfi. Dómarinn, Skúli Magnússon, sér ástæðu til að undirstrika sérstaklega í dóminum alvarleika þess ef einhver kemur því til leiðar að „ … með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.“

Hvað svo?

Þingmenn eiga að sjálfsögðu að fá útlagðan kostnað vegna starfs síns endurgreiddan. Þingið á að sjálfsögðu að sjá þingmönnum sem ekki búa á starfssvæði þingsins fyrir húsnæði. Þingmenn eiga ekki frekar en aðrir að verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna sem slíkir.

Pólitísk leiðindi

Síðustu fjörutíu árin eða svo hef ég haft brennandi áhuga á stjórnmálum. En nú er ég við það að missa áhugann. Ég held ég viti hvers vegna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur siglir nokkuð lygnan sjó. Það ríkir góð stemning innan stjórnarflokkanna og Katrínu virðist fara það vel að leiða hópinn. Það ríkir breið þverpólitísk sátt meðal kjósenda með ríkisstjórnina eins og ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum. Þjóðinni líður vel með ríkisstjórnina sína.

Frábær Gísli Marteinn!

Mikið asskoti er Gísli Marteinn orðinn góður sjónvarpsmaður. Ég hafði eiginlega aldrei hugsað út  í það eða haft á því skoðun fyrr en síðastliðið föstudagskvöld þegar ég horfði á þáttinn hans á RÚV. Hann er kominn í sama klassa og Gestur Einar, Margrét Blöndal, Óli Palli, Lísa Páls, Leifur Hauks, Svanhildur Jakobsdóttir, Hemmi Gunn og allir hinir sem hafa gert líf okkar hinna skemmtilegra í gegnum útvarp og sjónvarp síðastliðna áratugi. Vonandi á hann eftir að halda lengi áfram að þjóna okkur með þáttum sínum á RÚV.

Mikill stuðningur þvert á flokka

Það er ánægjulegt að sjá hve stór hluti þjóðarinnar styður ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þrátt fyrir að stuðningur við stjórnina dragist örlítið saman lætur nærri að þrír af hverjum fjórum kjósendum styðji hana. Samkvæmt því er u.þ.b. fimmti hver kjósandi stjórnarandstöðunnar í stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Vandræðamál í kringum dómsmálaráðherra virðast ekki hafa mikil áhrif á vinsældir stjórnarinnar þrátt fyrir að eðlilega sé hamast á því máli dag eftir dag af stjórnarandstöðunni.

Full ástæða til að hafa áhyggjur

Umrótið innan verkalýðshreyfingarinnar virðist annað tveggja eiga rætur sínar að rekja til persónulegrar afstöðu formanns VR til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og hins vegar til þeirra sem telja að kenna megi forystufólki verkalýðshreyfingarinnar, um bág kjör launafólks. Það er síður en svo nokkuð við það að athuga að forystuskipti verði hjá stéttarfélögum af og til en sé það á þessum forsendum verða undirstöður verkalýðshreyfingarinnar fljótt veikar. Það er áhyggjuefni að hlýða á málflutning þeirra sem telja að besta leiðin til að bæta kjör launafólks sé að hluta verkalýðshreyfinguna niður og reka stéttabaráttu á grunni persónulegrar óvildar í garð þeirra sem fyrir eru.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS