Kjarninn segir hér frá býsna merkilegu máli sem hefur fengið litla athygli. Í stuttu máli felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun ríkissaksóknara sem hafnaði beiðni einstaklings (sem samkvæmt Kjarnanum er Gísli Reynisson) um að fram færi rannsókn á því hvort æðstu embættismenn Seðlabanka Íslands hefðu borið viðkomandi röngum sökum um refsivert athæfi. Dómarinn, Skúli Magnússon, sér ástæðu til að undirstrika sérstaklega í dóminum alvarleika þess ef einhver kemur því til leiðar að „ … með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.“