Rekstur Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað á síðasta ári er ævintýri líkastur. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu um 27 milljörðum króna og hreinn hagnaður eftir skatta rúmir 6 milljarðar. Fjárfestingar fyrirtækisins í skipum og í landi námu 5,4 milljörðum á árinu, eigið fé er 33,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall 62%. Ákveðið var á aðalfundi félagsins í gær að greiða 15 milljónir US dollara í arð til eigenda eða sem nemur tæplega 2 milljörðum króna. Síldarvinnslan greiddi 0,9 milljarða í veiðigjöld á árinu 2015.
Það verður ekki annað sagt en að árið 2015 hafi verið Síldarvinnslunni í Neskaupsstað gjöfult líkt og mörg undanfarin ár hafa einnig verið og framtíð fyrirtækisins björt.
Og þar með barnanna.