Ríkisstjórnin má vel við una

Fylgi stjórnmálaflokkanna virðist vera að ná jafnvægi frá kosningum. Litlar breytingar eru á milli mælinga hjá Gallup, einna helst að Vinstri græn séu að tapa þó lítið sé. Miðað við þessa könnun er stjórnarandstaðan ekki að finna til fótanna. Hún er sem fyrr of sundurtætt og ósamstíga til að höfða til kjósenda auk þess sem að standa málefnalega veik sem heild.
Bent hefur verið á að fylgi við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur minnki hraðar en hjá fyrri stjórnum. Það kann að vera rétt. Ríkisstjórnin nýtur samt sem áður stuðnings mikils meirihluta kjósenda líkt og áður og lætur nærri að einn af hverjum fimm stuðningsmanna hennar komi úr röðum stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar.
Ríkisstjórnin má því vel við una.