Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af laxeldi í sjó

Viðtal við atvinnuvegaráðherra í Kastljósi kvöldsins um laxeldi í sjó og viðhorf hennar til málsins ætti að duga til að kveikja allar viðvörunarbjöllur hjá þeim sem láta sig málið varða.
Ráðherrann og ríkisstjórnin gera engar athugasemdir við að erlendir fjárfestar fénýti takmarkaðar og sameiginlegar auðlindir okkar. Ríkisstjórnin hefur engin áform uppi um að takmarka fjölda og umfang laxeldis í sjó en ætlast til þess að erlendu aðilarnir sýni ábyrgð. Ríkisstjórnin hefur engar hugmyndir um það hvort eða þá hvernig eigi að koma í veg fyrir að framandi eldisfiskar í íslenskri náttúru blandist náttúrulegum stofnum og því síður hvernig á að bregðast við sjúkdómum eða mengun sem af starfseminni hlýst. Ráðherrann sagðist hafa lítið svigrúm til að grípa inn í það sem þegar hefur gerst varðandi sjóeldið en fabúleraði svo um eitthvað sem mætti hugsanlega og kannski gera í framtíðinni. Svo mætti lengi áfram telja.

Stefnuleysi í stjórum málum

Úrlausn og framtíðarskipulag efnahagsmála er eitt stærsta verkefni stjórnmálanna í dag. Ráðherrar í ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins tala út og suður um þau mál, þeir eru ósamstíga og senda frá sér mismunandi skilaboð og engin leið er að átta sig á því hvert stefnt er af hennar hálfu.
Það er hægt að leiðrétta ranga stefnu svo framarlega sem vitað er hvert ferðinni er heitið. Það er öllu verra að finna rétta stefnu þegar ekki er vitað hvert verið er að fara.

Þau gættu ekki hagsmuna okkar

Það versta við niðurstöður skýrslu RNA um einkavæðingu Búnaðarbankans er að hún opinberar vel að þau sem áttu að gæta hagsmuna almennings umfram allt annað gerðu það ekki. Það á sérstaklega við um það fólk og flokka sem þá fóru með stjórn landsins.
​Það er ömurlegt.

Fáir jafn vanhæfir

Líklega eru fáir þingmenn á Alþingi í dag jafn vanhæfir til að stýra þingnefnd sem fjalla á um einkavæðinguna á Búnaðarbankanum og Brynjar Níelsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Svo oft hefur hann lýst skoðunum sínum og tekið afstöðu til málefna tengdum aðilum málsins. Sjá t.d. hér hér  og hér.

Spurt um laxeldi í sjó

Laxeldi í sjó er afar umdeilt enda getur það auðveldlega haft mikil og óafturkræf áhrif á lífríki hafs og vatna. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknarstofnunar þola þeir firðir sem stofnunin hefur lagt mat á allt að 125 þúsund tonna framleiðslu á laxi. Talið er að burðarþol íslenskra fjarða geti verið nálægt 200 þúsund tonna framleiðslu á eldislaxi í sjó.
Talið er að 10 þúsund tonna framleiðslu á laxeldi í sjó fylgi úrgangur eða mengun sambærilegt á við 150 þúsund manna byggð. Mengun frá 125 þúsund tonna framleiðslu væri þá á pari við það sem tæplega 2ja milljóna manna samfélag skilaði frá sér og 200 þúsund tonna framleiðsla þá á við 3ja milljóna samfélag. Þá á eftir að taka tillit til þeirrar hættu sem augljóslega stafar af sjóeldi á villta fiskistofna sem er óafturkæft. Sjóeldi er því atvinnugrein sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi sitt frá mörgum hliðum.

Snúningurinn á Arion banka

Þetta er m.a. það sem vitað er um snúning erlendra vogunarsjóða á Arion banka:

Mjög mikilvægur dómur

Það er ánægjulegt að sjá fréttir um dóm Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar gegn ríkinu um sérstakt veiðigjald í sjávarútvegi. Vinnslustöðin krafðist endurgreiðslu á veiðigjaldinu á forsendum þess að um ólöglegan eignaskatt væri að ræða. Dómurinn er hins vegar hvell skýr: Það er fullkomlega heimilt og eðilegt að innheimta slíkt gjald og á engan hátt hægt að líta á slíka gjaldtöku sem eignaskatt eða eignaupptöku. Mjög mikilvægur dómur.
Eftir stendur þá bara hvort pólitískur vilji sé til þess að innheimta gjaldið.

 

Efnahagsmál á mannamáli

Í kvöld munum við, Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður framsóknarflokksins og Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, ásamt Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans og Sigurði Hannessyni ræða efnahagsmál á mannamáli á fundi á vegum framsóknarmanna í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á Bryggjunni Brugghúsi í Reyjavík og hefst kl. 20:00.
Þetta verður eitthvað!

Veðmálið um Ísland

Fjármálaráðherra fagnar mjög að erlendir hrægammasjóðir (nú kallaðir fjárfestingarsjóðir) skuli veðja á Ísland með fjárfestingum sínum. Og þeim liggur á. En um hvað snýst þetta veðmál og um hvað er veðjað?

Kvótasetning í ferðaþjónustunni?

Í ræðu sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hélt á ferðaþjónustudeginum í Hörpu í gær ræddi hún m.a. um stýringu á flæði ferðamanna og sagði þá m.a. þetta: „Þjónustusérleyfi að erlendri fyrirmynd eru til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í þeirri leið felst að ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda útgerð inn á náttúruperlur í opinberri eigu, til dæmis þjóðgarða, þurfa til þess sérstakt leyfi, í raun nýtingarleyfi á hina takmörkuðu auðlind, og þessi leyfi eru boðin út.“

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS