Enn ein ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins fallin

Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokksins halda hvorki vatni né vindi. Flokknum virðist fyrirmunað að ljúka heilu kjörtímabili. Allar síðustu ríkisstjórnir hans hafa fallið vegna spillingar og fjármálalegrar óstjórnar. Hrunastjórn Geirs Haarde sat í tæp tvö ár. Auðmannastjórn Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar náði þremur árum áður en hún féll. Panamastjórn Bjarna og Sigurðar Inga sat í hálft ár eða svo. Og nú síðast, þegar sjálfstæðisflokkurinn þurfti nánast bara að vinna með sjálfum sér, var líftími ríkisstjórnarinnar 8 mánuðir.

Brestirnir eru línulegir. Þeir hverfast annars vegar um það hvernig flokkurinn umgengst dómskerfið og hins vegar hvernig hann fer með peningavaldið sem kjósendur fela honum aftur og aftur að fara með.

Að öllu eðlilegu ætti stjórnmálaferli Bjarna Benediktssonar hér með að vera lokið. Ég spái því hins vegar að hátt í þriðjungur kjósenda muni blása lífi um pólitískar nasir hans í næstu kosningum og sjálfstæðismenn muni því halda áfram að spora út ganga stjórnarráðsins um ókomna tíð.

Ég þekki mitt heimafólk.