Þetta verða allir að skilja

Það er rétt nálgun hjá Katrínu Jakobsdóttur að reyna að skapa breiða samstöðu um stærstu viðfangsefni nýrrar ríkistjórnar, ekki bara milli væntanlegra ríkisstjórnarflokka heldur einnig við flokka sem munu verða utan stjórnar.
Það er í sjálfu sér tiltölulega auðvelt að koma stjórnarsáttmála á blað, staðfesta hann og skuldbinda sig til að fylgja honum. Það eru öll hin málin sem koma upp á hverju sinni sem reynast erfið eins og dæmin sýna. Þátttaka í ríkisstjórn er skuldbinding milli þeirra flokka sem mynda ríkisstjórnina, ekki bara um það sem stjórnarsáttmálinn kveður á um heldur einnig önnur mál sem ríkisstjórnin þarf að takast á við á degi hverjum. Þetta þurfa allir að skilja. Annars er betur heima setið en af stað farið.