Til eru þeir sem telja það vænlegt að hafa Viðreisn með í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiðir nú. Slíkar raddir heyri ég jafnvel frá einstaka fólki innan úr Vinstri grænum. Það má benda þeim sömu á að rifja upp þennan ágæta pistil sem Ögmundur Jónasson birti á heimasíðu sinni í fyrra. Dugi það ekki til má vísa fólki á sýn núverandi ráðherra Viðreisnar á samfélagið og hvert þeir telja best að stefna með það. Undir þessi ósköp skrifa þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson sem nú reyna að selja sig sem hófsama frjálslynda miðjumenn.
Viðreisn á rætur sínar innan Samtaka atvinnulífsins og datt hægra megin út úr sjálfstæðisflokknum.
Gleymum því ekki.