Góð ákvörðun hjá ASÍ

Stærsti sigrar verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hafa falist í því að gera launafólki mögulegt að komast í mannsæmandi húsnæði. Það er því vel við hæfi að á 100 ára afmæli sínu tilkynni ASÍ um stofnun íbúðafélags sem hafi það að markmiði að bjóða tekjulágu fólki í Reykjavík upp á ódýrt leiguhúsnæði. Í framhaldinu er svo ekki annað að ætla en að sambærilegt átak verði víðar um land.

Sameinuð stéttarfélög geta miklu áorkað eins og sagan sýnir okkur.