Mosfellsbær hefur gert samkomulag við hollenskt fyrirtæki um byggingu sjúkrahúss í bænum. Um verður að ræða sjúkrahús sem ætlað er að sinna auðugum viðskiptavinum, innlendum sem erlendum. Fyrirtækið segist hafa fengið blessun íslenskra heilbrigðisyfirvalda vegna áformana og að Ísland hafi skorað hæst í mati fyrirtækisins á löndum til slíks heilbrigðisrekstrar.
Heilbrigðisráðherra segist samt ekki kannast við neitt slíkt, hann hafi bara frétt af áformum Hollendinganna í fréttum RÚV eins og hver annar borgari þessa lands.
Sem er reyndar frekar ótrúlegt, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann fékk málsaðila í heimsókn fyrir ekki löngu þar sem þeir kynntu honum væntanlega áform sín. Á heimasíðu fyrirtækisins má sjá myndina hér að ofan sem tekin var á meðan á heimsókninni stóð af Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra (að því að best verður séð) með forsvarsfólki verkefnisins.
Er heilbrigðisráðherrann að segja okkur ósatt? Ef svo er – þá hvers vegna?