Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur byrjar vel ef marka má kannanir. Allur almenningur virðist sáttur við ríkisstjórnina og bindur vonir við að hún muni leiða til meiri félagslegs -og pólitísks stöðugleika en ríkt hefur frá Hruni. Þrátt fyrir að augljóst yrði að fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði að stærstum hluta byggt á frumvarpi fyrri stjórnar, má augljóslega merkja þar jákvæðar breytingar og fingraför Vinstri grænna. Gagnrýni pólitískra andstæðinga er bæði veik og ber vitni um tætingslega fimm flokka stjórnarandstöðu. Fimmflokkurinn er ósamstíga og ólíklegur til að höfða til almennings í jólamánuðinum þegar fólk er með hugann við annað en pólitík.
Ríkisstjórnin er því á góðri siglingu með byr í seglin, ytri aðstæður góðar, allur almenningur ánægður og stjórnarandstaðan eins og hún er.
Þetta verður notaleg pólitísk aðventa.