Hér þykir mér vel skipað í pláss. Helga Vala Helgadóttir er að mínu mati líkleg til að verða góður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem er ein af allra mikilvægustu nefndum þingsins. Það verður gaman að fylgjast með störfum Helgu Völu í þessu nýja hlutverki og mér segir svo hugur að nefndin muni fá aukið vægi og hafa meiri áhrif en áður undir hennar stjórn.
Ekki veitir af.