Almenn ánægja með ríkisstjórnina

Mikill og ítrekaður stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kemur ekki á óvart. Þetta er líka í samræmi við það sem maður skynjar í samfélaginu. Flestir eru ánægðir og hafa trú á ríkisstjórninni. Samkvæmt nýjustu könnun nýtur ríkisstjórnin stuðnings 3/4 hluta kjósenda. Það er umtalsvert meiri stuðningur en samanlagður stuðningur við stjórnarflokkana þrjá og lætur nærri að annar hver kjósandi stjórnarandstöðuflokkanna styðji ríkisstjórnina. Það er ánægjulegt fyrir stjórnarflokkana en um leið hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir stjórnarandstöðuna. Málflutningur hennar hefur greinilega ekki fengið almennan hljómgrunn og ekki einu sinni meðal hennar eigin kjósenda.
En það er óumdeilt að það er almenn ánægja með ríkisstjórnina.

 

Mynd: Pressphoto.biz