Kristján Þór Júlíusson var kosinn vara-varaformaður sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi í gær og er rétt að óska honum til hamingju með það. Þeir hefðu auðveldlega getað fengið verri mann í embættið en Kristján Þór.
Stóra fréttin af fundinum var hinsvegar sú að flokksráðið samþykkti að lögð verði áhersla á skynsamlega efnahagstjórn af hálfu flokksins.
Ef af verður þá er það ánægjuleg kúvending frá fyrri og fullkomlega misheppnaðri stefnu flokksins í efnahagsmálum.