Ofbeldi er ein versta myndbirting þöggunar. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Ofbeldi er aldrei hægt að rökstyðja með málavöxtum þess sem ofbeldinu beitir.
Andrea Ólafsdóttir formamaður Hagsmunasamtaka heimilanna er annarar skoðunar. Hún styður ofbeldisaðgerðir og telur þær réttlætanlegar við vissar aðstæður. Við vissar aðstæður virðist hún telja að ofbeldisaðgerðir séu réttlætanlegar. Það gerði hún til að mynda sl. haust og það gerir hún aftur núna með Facebook færslu sinni þar sem hún vísar til ótilgreindra málavaxta ofbeldismanns vegna morðtilraunar, rétt eins og þar megi finna réttlætingu verknaðarins (sjá mynd).
Marinó G Njálsson fyrrverandi talsmaður sömu samtaka er sömu skoðunar og Andrea. Hann segir morðtilraunina í gær ekki koma á óvart enda hafi menn eins og sá sem nú berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi hvorki sýnt fólki manngæsku né auðmýkt. Með öðrum orðum: Málavextir ofbeldismannsins eru viðurkenndir. Samt ætlar Marinó af manngæsku sinni að fordæma ofbeldið.
Hættulegasta réttlæting ofbeldis er sú sem byggist á skilyrti fordæmingu, þ.e. að málstaður ofbeldismannsins sé skiljanlegur og þar af leiðandi réttlætanlegur, þó svo að ofbeldinu sé mótmælt. Þannig hefur í rauninni öllu verið snúið á hvolf og réttlætinu mótmælt en ofbeldið hlotið viðurkenningu. Skilaboð af því tagi sem þau Andrea Ólafsdóttir og Marinó G Njálsson eru af því taginu og þannig gælt við stórhættulegan málatilbúnað sem grefur undan samfélaginu. Þau hafa lagt ofbeldinu lið með málflutningi sínum.
Skammist ykkar, Andrea Ólafsdóttir og Marinó G. Njálsson.