Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast sem dregur úr tekjum sjávarútvegsins rétt eins og annarra útflutningsgreina. Breski markaðurinn, sem er mjög stór í sjávarútveginum, hefur gefið verulega eftir í kjölfar Brexit. Það er útlit fyrir mjög lélega loðnuvertíð. Ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að hækka veiðigjöld í sjávarútvegi.
Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði fjármálaráðherra að auðlindagjöld í sjávarútvegi muni tvöfaldast í ár miðað við síðasta ár, úr rúmum 4 milljörðum í 9 milljarða. Hann útskýrði hins vegar ekki hvernig það ætti að gerast.
Þetta þarfnast frekari útskýringa.