Engu gleymt, ekkert lært

Forsætisráðherra hefur ákveðið að endurnýja fyrri kynni stjórnvalda við Viðskiptaráð. Blásið hefur verið til ráðstefnu í samstarfi ráðsins og ráðherra um hvernig draga megi úr eftirliti og einfalda regluverkið hjá atvinnulífinu í landinu. Þetta hefur svo sem verið gert áður. Viðskiptaráð leit einu sinni svo á að eitt mikilvægasta hlutverk sitt væri að hafa áhrif á lagsetningu á Alþingi og gortaði sig af því að Alþingi hefði í aðdraganda Hrunsins tekið tillitið til 90% af athugasemdum ráðsins. Það hafa ekki margir skorað svo hátt á þeim vettvangi. Um afleiðingar þess má lesa m.a. í þessari skýrslu að ógleymdri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á orsök og afleiðingum Hrunsins, t.d. hér og hér svo dæmi séu tekin og reyndar víðar. Enda var lélegt eftirlit og veikt regluverk talið vera ein af megin ástæðum Hrunsins. Fyrirmyndin eru aðgerðir hægristjórnarinnar í Bretlandi eins og áður hefur komið fram.
Það er margt líkt með skyldum eins og sagt er, hægrimönnum og Viðskiptaráði í þessu tilviki.
Hafa engu gleymt og ekkert lært af reynslunni.